Friday, December 15, 2006

tilveran

Í gær kláraði ég prófin, þá er þessu lokið.
Síðan fór ég í jarðarför Gauju, hún var 99 ára og hafði skipulagt jarðarförina sína í 20 ár, ég held að hún hafi verið ánægð að fá að deyja. Samt elskuðu hana margir og hennar verður saknað, ég er þeirra á meðal. Mér fannst svo fallegt sem hún sagði við prestinn um jarðarförina "Þú þarft ekkert að tala um mig, bara þakka, þakka öllum sem hafa verið mér góðir, þakka, þakka og þakka". Yndisleg manneskja.

No comments: