Sunday, September 28, 2008
Sciences Po
Allt er æðislegt hérna, skólinn að vísu ekki byrjaður en mér líkar rosalega vel við samnemendur mína og við erum búin að fara til Parísar og Rouen saman. Skólinn byrjar samkvæmt stundaskrá á morgun en tungumálin (kínverska og franska) viku síðar. Það er mjög góð stemning í húsinu mínu en við erum mörg sem búum hérna og ég held ég hafi aldrei borðað kvöldverð ein síðan ég hitti hitt fólkið, erum líka samferða í skólann og erum búin að halda nokkur partí. Stundaskráin virðist algjört helvíti (átta til átta) en mér líður vel og hlakka svakalega til að byrja, búin að eignast nokkra vini sem ég veit að verða góðir vinir mínir og allt er frábært!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment