Friday, September 19, 2008

Kicking

París var stórskemmtileg, verslaði smá, borðaði brauð og drakk mikið rauðvín. Eftir að Edda stakk af til Spánar fór ég smá túr með stúlkum sem eru háskólamenntaðar, önnur í fine arts og hin er landslagsarkitekt. Við fórum í Sacre Coeur, Montmartre og Dalí safnið, sem var frábært. Síðan spáði ég fyrir þeim í Dalí-tarrot spilin mín og hélt heim á leið.

Ég keypti mér sæng í dag, hlakka strax til að sofa undir henni frekar en klædd í fjölda sokka og ullarflíkur heimilisins. Þegar ég fór út að leita mér að sæng fylgdi ég reglu minni um að ganga alltaf í þá átt sem mig langaði frekar en reyna að skoða kort eða spyrja mikið til vegar. Þegar ég kom að búð sem seldi indjánavörur og leðurtöskur ákvað ég að athuga hvort búðarmenn vissu hvar mætti kaupa sæng eða teppi. Annar þeirra sagði mér að það væri í miðbænum sem er 1-2 km í “þessa” átt. Hann horfði augnablik á ringlaða svip minn og bauðst svo til að keyra mig á mótorhjólinu sínu, ef ég þyrði. Ég hef ekki farið á mótorhjól síðan ég lenti í slysi á Tælandi með Dominic en það var ekki svona ekta ekta leðurfatamótorhjól. Freistingin var of mikil og við vorum mjög fljót á leið þangað, fljót að finna sængina og fljót til baka. Þaut í gegnum hluta Le Havre og líkaði vel það sem ég sá, fannst líka spennandi að taka fram úr bílum og skemmtilegt að vera á mótorhjóli með einhverjum sem kunni að keyra það. Síðan fékk ég mér kebabsamloku þar sem franskarnar eru með kjötinu á milli brauðsins, samlokan var á stærð við hausinn minn og mér tókst ekki að klára hana þó ég hafi gert heiðarlega tilraun til þess. Keypti mér líka krydd og brauð. Þetta er að verða heimili.
Myndir af stúdíóíbúðinni minni (þær vilja ekki vera í réttri röð):






No comments: