Ég er komin til Frakklands og Edda hefur yfirgefið mig. Hún er væntanlega komin langleiðina til Spánar núna.
Í Le Havre var einstaklega vel tekið á móti okkur, Atte (nemandi úr skólanum mínum) sótti okkur á lestarstöðina, hjálpaði okkur að halda á töskunum, hleypti okkur inn í íbúðina og bauð okkur að koma og borða kvöldverð með nokkrum eldri nemendum það kvöld. Komst að því að minn árgangur er annar árgangurinn í þessum skóla, við erum 60, árgangurinn á undan var aðeins 40 manna árgangur þannig að núna verða ekki nema 100 nemendur í skólanum!
Íbúðin mín er æðisleg. Hún er líka lillablá á litinn og miklu stærri en ég bjóst við, gæti ekki verið ánægðari með hana. Hendi inn myndum þegar ég er búin að kaupa aðeins meira dót í hana. Rúm fylgdi með sem og hillur, skrifborð, eldhúsborð og stólar sem er frábært. Mér líkar vel við borgina Le Havre en þar búa 300,000 manns og enginn stressar sig á neinu, allt er virkilega rólegt.
Núna er ég í París að bíða eftir stúlkum á hostelinu sem við Edda vorum á. Ég ætla með þeim að skoða Dalí safnið og síðan verð ég líka að kaupa flísteppi meðan ég bíð eftir sæng í pósti frá foreldrum mínum. Í París stara allir á skóna mína, ég held að gylltir skór séu kannski ekki í tísku lengur... Lestarferðin til Parísar er mjög þægileg, ég svaf alla leiðina eða í tvær klukkustundir. Alla sem langar að heimsækja mig er hér með boðið í heimsókn með fyrirvara um að þeir gætu þurft að kaupa sér dýnu til að sofa á eftir því hve fátækur námsmaður ég verð hérna.
Ég er ekki komin með síma en heimilisfangið er:
Kamma Thordarson, # 316
29 Rue Labédoyére
76600. Le Havre
France
No comments:
Post a Comment