Monday, June 28, 2004

You were only killing time and it´ll kill you right back...



Ég hef verið spurð nokkrum sinnum hvern ég kaus. M.a.s. Gunni spurði, tvisvar, og hann var þó í 17 ára afmælisveislunni minni - ekki fyrir löngu. Hefði ég mátt kjósa hefði ég kosið Ólaf. Auðvitað.

Ég þekki einn sem kaus Baldur. Vegna þess að "hann er eins og bangsi og mér á að líka illa við Ólaf út af einhverju sem hann gerði fyrir mörgum árum en ég man samt ekki hvað það er og Baldur er eins og bangsi".

Þetta fannst mér hrikaleg rök.
Hrikaleg.

Laugardagurinn var mjög fínn, Edda (sem er komin með æfingaakstur) skutlaði okkur til Beggu. Adrenalínið þaut um æðar mínar því hraðinn var ógurlegur. 50 km hraði á Miklubrautinni. Úff. Síðan fórum við Begga heim til mín, elduðum og Lára kom og borðaði með okkur. Síðan kom Tómas og við vorum að spjalla saman. Reyndar voru ég, Begga og Lára að tala saman meðan Tómas dottaði á eldhúsborðinu. Kíktum síðan til Beggu sem var ein heima.

Á sunnudaginn hitti ég Gunna, Danna og Beggu. (Gaman hvað ég hitti Beggu oft :) Við fórum og keyptum okkur ís í tilefni þess að Gunni er nú orðinn ofurhommi. Ég meina, vegna þess að Gunni komst í hárgreiðslu... og á pils....

Danni fór á kostum og þetta var mjög svo skemmtilegt! Um kvöldið kom Jói í heimsókn, hann og Begga í glimmerslag er með því fyndnara sem ég hef séð á ævinni. Þau eru svo yndisleg.

Í dag fór ég í næstsíðustu sprautuna mína fyrir Hong Kong. (61 dagar?). JóiB fékk fjölslyldu í dag!!!! :) Úúú og Edda fékk vinnu! :) It´s all happening ;) Hitti Eddu í dag, heimabökuð pizza og OC = málið.

Keypti ís og rakst á 2 MR skvísur á leiðinni heim. Tölvan mín er víst komin með einhverja vírusa og vesen þ.a. ég ætla að taka mér smá hlé. It´s all good!

No comments: