Saturday, June 19, 2004
La vida es bella!
Fyrirsögnin segir í raun allt sem segja þarf um hvernig lífið er þessa dagana. Auk þess sem hún vísar til alveg ótrúlegrar myndar sem ég hágrét yfir ásamt mömmu minni. Ég er einmitt að chilla með mömmu núna. Við erum svo svalar! :)
Ég hélt upp á afmælið mitt í gær og ég verð að viðurkenna að mér leið ótrúlega vel, Tómas var þarna ásamt öllum mínum bestu vinum og það var afar notaleg stemning (besta afmælisgjöfin so far er frá Eddu, geðveikt flott mynd sem hún gerði, notaðir eyrnatappar, Gone with the wind leigð á bókasafni og axlabönd). Reyndar voru ekki allir mínir bestu vinir. Begga er enn á Krít. Það er ótrúlegt hvað ég sakna hennar mikið en sem betur fer kemur hún heim bráðum.
HAHAHAHAHHAHAAHAHAHA! Mamma var að leggja spilin og þar kom að ég myndi ferðast rosalega mikið! Úff, Edda gat m.a.s. spáð þessu! ;) Ég fékk nákvæma dagsetningu á Hong Kong förina, ég fer að kvöldi 19. ágúst eða eftir ákkúrat 2 mánuði! Tíminn líður svo hratt þessa dagana, vikan þaut hjá.
Ég hef verið mikið með Tómasi í vikunni, hitti fjölskylduna hans á þriðjudaginn. Við fórum nefnilega í grill hjá AFS ásamt slatta af skiptinemum og fjölskyldan hans kom líka. Hann var ekkert að láta mig vita neitt af því, dró mig afsíðis og sagði svo "Pabbi, þetta er Kamma" og ég fór svo hjá mér, varð þvílíkt rauð í framan og stamaði hver ég væri. Hann á líka 2 systkini sem eru mjög mikil krútt, við Lára vorum alveg dolfallnar yfir því hve mikil fegurðardís systir hans, Elín er og bróðir hans, Jónatan, var engin smá dúlla þegar hann kom hlaupandi til Tómasar, grátandi, því það var sinnep á erminni hans. Ótrúlega sæt og skemmtileg fjölskylda - talaði líka við þau eftir grillveisluna!
Við skruppum síðan á eitthvað menningahátíðartengt í Hafnarfirði þar sem Helgi og Raggi voru að spila drum´n´base með rauðhærða gaurnum sem vann Hæfileikakeppni framhaldsskólanna! Hlustuðum síðan á geisladisk með Spilabandinu Runólfur, vönduð og skemmtileg tónlist - það er hljómsveitin sem strákarnir eru í.
Jóhanna hélt upp á afmælið sitt þann 16. júní. Hún er æðisleg, afmælisveislan var ágæt. Ég er viss um að ef ég, Jói, Edda og Tómas hefðum verið í bleiku eða gulu þá hefðum við "fittað inn" og skemmt okkur ótrúlega vel!
Gerum það bara næst.
Þar sem við fylgdum ekki nýjustu tísku fórum við snemma og vorum fyrst í Tebó MRibnga. Þar var góð stemning!
17. júní var chill dagur, ég fór niðrí bæ ásamt Jóa, JóaB og Palla! Þeir eru góðir strákar og JóiB án vafa mesti stuðbolti Íslands... það var líka mjög fyndið að segja "Jói..." því þeir brugðust alltaf báðir við. Við skruppum til ömmu minnar. Strákarnir voru búnir að gera mikið grín að mér því þeim fannst 17. júní ekki vera "Hitta ömmu dagurinn" en eftir ísinn og spjallið hjá ömmu voru þeir sammála mér um að ég ætti skemmtilega ömmu. :) Fór snemma heim því það var engin brjáluð stemning í bænum.
Pabbi er núna að veiða sel! Hann kom mér nú á óvart um daginn þegar hann spurði hvort ég væri alveg kolfallin fyrir Tómasi. Þið sem hafið hitt pabba skiljið væntanlega undrun mína.
Smellið á þessa málsgrein til að sjá hve svalur Kobbi (sem er kviðristur) var í afmælinu mínu!
Ef þið smellið *hérna* sjáið þið mynd af strák sem gerir lífið skemmtilegra (Tómas Dan Jónsson).
Oftast myndast Lára vel en þessi mynd....
Jafnast samt ekki á við Eddu! :)
Ernir.
Ég og Tómas!
Tómas og ég!
Gunni.
JóiB!
Hausinn á JóaB!
Höddi er komin með gleraugu.... en þarf þau samt ekki!
Jói! :)
Betri mynd af Láru.
Gutti!
Alexander!
Það munu koma fleiri myndir og ég er viss um að þið bíðið öll spennt!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment