Sunday, June 13, 2004

17 ára = best so far!



Margt mikilvægt og mikilvægt gerðist í vikunni, páfagaukur forsætisráðherra Kazakstan lést og fleira í þeim dúr. Annars ætla ég ekkert að skrifa um heimsmálin eða stjórnmálin (ég læt Gutta það eftir)heldur hvað ég hef verið að bralla.
Síðasta fimmtudag varð ég 17 ára og ég þakka góðu kveðjurnar sem ég fékk á afmælinu! Því miður entist inneignin mín stutt og ég gat svarað fæstum sms skilaboðunum. Það var ótrúlega mikið að gera í vinnunni en Jói kom og bjargaði mér - eftir vinnu fór ég heim og klæddi mig upp og Amma og Lára komu í hús. (Mitt hús, ekki bara eitthvað hús). Amma gaf mér rósavönd, ótrúlega flottan! :)
Já, við ætluðum að fara út að borða - hvert var surprise!

Ég segi það satt þegar ég segi þér það, það er það svalasta í heiminum að geta jarmað.

Æ, smá distraction, já við fórum á Stokkseyri!!!! Á stað sem heitir Við Fjöruborðið og er einmitt við fjöruborðið og ég fékk mér humar. Namm. Namm. Þetta var ekkert smá gott!!!! :)
Kíktum síðan á "listina" hans Árna J. Hún er ekkert smá ljót. Vá.
Á leiðinni heim spiluðum við fínustu tónlist. Lára fór á kostum þetta kvöld.
Þegar við keyrðum framhjá Bláfjöllum sagði hún "já þetta er m.a.s. einhvers staðar hérna, í Mosfellssveitinni" og þegar við fórum fram hjá miklu magni af lúpínu sagði Lára "ha? Er þetta ekki gleymmérei?"... hún er algjört met.
Á föstudeginum fór ég eftir vinnu með Láru á Borgargrillið. Bogga sem var að hætta hjá Póstinum vann þar og þegar ég var ða kveðja hana sagði ég "Sjáumst, eða nei, eða öö, bæ..." og Lára var að gera grín að mér. Henni fannst að ég hefði (auðvitað) átt að segja "Sjáumst að sinni, sleikipinni". Já, eftir þetta var ég að verða sein að hitta Tómas á Mokka þannig að ég þaut heim og krafðist þess að pabbi skutlaði mér. Sem hann og gerði (takk pabbi). Við áttum notalega stund á Mokka og fórum síðan að Tjörninni því ég fékk eitthvað í augað og þurfti að laga skóna mína, hittum Tönju á leiðinni en hún verður í leikriti í sumar sem verður sýnt í Iðnó. Ætti að vera skemmtilegt að sjá það.
Fórum síðan í kirkjugarðapartí með Láru og Eddu - þar var jarðafarastemning [copyright - Jói].
Kirkjugarðapartí er partí þar sem allir sem vinna á Kirkjugörðunum halda.
Ekki, eins og ég laug þó að Tómasi, partí þar sem "við hittumst öll í Fossvogskirkjugarði, drekkum okkur blindfull og dópum" - svipurinn á honum var algjört met! :)
Já, eftir að það partí dó fórum við í eitthvað Verslócrappartí í Fossvoginum en þar sem við þekktum fáa beiluðum við á því. Fórum heldur að rúnta, kíktum niðrí fjöru hjá Gróttu og horfðum á sólina "setjast", ótrúlega rómó (og væmið og samkvæmt mömmu er það alveg eins og hún myndi gera en ég má ekki breytast í hana blablalblabla). Já, eftir þetta fór ég til Jóa og horfði á The Wall með Pink Floyd.

Fékk hamborgara í morgunmat. :)
Fórum síðan og keyptum okkur geisladiska.
Ég keypti mér Black Market music með Placebo og Louder than bombs með The Smiths - góðir diskar!
Seinna kíkti ég til Eddu sem var einmitt að fara í bekkjarpartí þetta kvöld.
Ég fór í bekkjargrillveislu með Tómasi og það var alveg ágætt :)
Grillaðir bananar og mars súkkulaði = mjööööööög gott.
Síðan komum við heim til mín, hlustuðum á The Smiths og svona :)
Svo komu foreldrar mínir heim og við sátum öll inni í stöfu og spjölluðum saman.
Eða ég, mamma og Tómas spjölluðum saman, pabbi var í hinum enda stofunnar "að bonda við selina sína" (mamma). Þetta var mjög fínt kvöld og mömmu leist vel á Tómas :D

Svo fór Tómas heim og ég fór að sofa - í dag ætla ég að hitta Þóru og horfa á O.C.!
Síðan veit ég ekki hvað ég geri en ég er nokkuð viss um að það verði skemmtilegt.
Sæl að sinni, sleikipinni!

No comments: