Saturday, June 26, 2004

Friday night and the feeling is right....



Hérna eru myndir úr afmælinu mínu sem Jóa setti út á netið, þar má sjá eina frábæra af JóaB og Hödda og m.a.s. eina góða af Jóa - sem verður að teljast afrek.
Í gær hringdi Tómas í mig og baðst afsökunar á að vera alltaf að trufla mig í vinnunni - eftir að ég fyrirgaf honum sagði hann mér að við værum á gestalista á Jagúar tónleikum sem voru á NASA. (Hver er kúl?)Já, áður en við fórum á þá en eftir að ég var loksins, loksins, loksins búin að vinna eldaði Tómas handa mér. Vá. Góðan og girnilegan mat. Frábær kokkur! :) *mont mont*
Tónleikarnir voru fínir, Runólfsfólk er mjög skemmtilegt fólk og stemningin var fín. Fannst fyndnast að sjá suma strákanna tala við útlendinginn - þið hafið séð Thule auglýsinguna ? .... Þeir voru þannig! :)
Nú er ég að bíða eftir að Lára kíki á mig!

No comments: