Wednesday, June 23, 2004

Ég var í keilu.... ;)




Í dag hitti ég Jóu þegar ég var að bera út. Við áttum gott þriggja mínútna samtal. Ég hitti síðan Mána í strætó og við áttum gott samtal í 9 og hálfa mínútu. Interesting, I know.... and now that I have your full attention :

Ég elska vinnuna mína - þvílík fríðindi. Á sunnudaginn fékk ég frítt í baðhús Lauga og í dag fékk ég ókeypis pizzu og keilu! Síðan er starfsfólkið yndislegt og góður mórall, allavega meðal þeirra sem eru í sumarafleysingum! :)
Eftir baðhúsið fór ég til Tómasar (fann húsið sjálf!) og slappaði af, við horfðum á The Hitchhiker´s Guide to The Galaxy þætti á DVD og sofnuðum. Síðan var grillað og nice. Á mánudeginum var almennilegt matarboð, það er einmitt haldið árlega þegar pabbi er nýbúinn að veiða sel! Selkjöt, karrý og góður félagsskapur... getur ekki klikkað!
Mamma bauð miklum og skemmtilegum fjölskylduvinum : Valgerður, Grímur, Gunnar og Sóley. Ég bauð Eddu, Jóunum mínum og Tómasi. Sóley, sem er ung spurði mömmu sína eftir matarboðið "Mamma, á Kamma virkilega 3 kærasta?" :) Þegar ég spurði Valgerði hvernig henni leist á Tómas svaraði hún "Love him!" og þá sagði Sóley einmitt "Á ég þá nýjan pabba?" sem mér fannst algjör snilld. Hún er dásamleg þessi stúlka.
Gunnar Grímsson lét lítið fyrir sér fara en það er alltaf gaman að hitta hann og hann er yndislegur.
Horfðum síðan á Fight club í góðum fíling (táningarnir - ekki fullorðna fólkið) og ég fékk skemmtilegasta símtal vikunnar. Begga hringdi! Hún er komin heim frá Krít, hún er sólbrún og glæsileg gella. Úff - það er gott að fá hana heim.
Ég, Begga og Jói kíktum síðan á tónleika í Hafnarfirði þar sem Spilabandið Runólfur var að spila - það er góð sveit með einstaklega fallegum og skemmtilegum hljóðfæraleikurum. Talandi um góða hljóðfæraleikara þá var ég á tónleikum í gær. Þeir voru frábærir - Deep Purple. Þetta voru svo miklu betri tónleikar en ég bjóst við! Frábær stemning! :) Ég þakka pabba fyrir að hafa boðið mér ;)
Ég skíttapaði keilunni! Með 60 stig en þess má geta að sá sem vann (Jói, who else?) var með 121 stig! Bippi beit mig í öxlina, þrisvar - hann er núna á Kleppi (kærði hann ekki því þetta var svo laust). Annars misheyrði Gunní þegar ég var að útskýra að Bippi hefði tekið sér eins árs frí frá skóla til að "fá áhugann aftu" og hélt hann hefði tekið sér eins árs frí til að verða hrifinn af mér. Mér fannst það reyndar frekar móðgandi, að það skuli þykja eðlilegt að einhver taki sér eitt ár í hugleiðslu og læti til að gera sig hrifinn af mér. Ekki sátt.
Þetta var samt ekki það skrýtnasta sem gerðist í keilunni - ég meina ok, kærastan hans Bippa hún Linda - fílar greinilega vampírur.... ok! Jói aftur á móti kom mér á óvart með "Kamma - tekurðu mig ekki á hestbak?" *hlepur að mér og stekkur upp á mig* Þá var ég hissa.
Ég er farin að sakna Tómasar svolítið og fegin að það er helgi framundan.
Það er Tebó hjá MR á morgun - ekki alveg viss hvort ég fari.
Bless í bili!

No comments: