Thursday, May 27, 2004

Vingjarnlegir vinnufélagar eru vafasamir villingar ?



Í gær var ég ein heima þ.a. Jói kom í mat (brauð og ostar... snobb - ég????), við kíktum í bíó ásamt Beggu (bjargaði myndinni "The day after tomorrow" algjörlega, EKKI fara á hana án Beggu...... og hana langar ekki á hana aftur), Gutta (aðalspennan var hvort hann myndi halda fyrir augun á kossaatriði), Erni (fínn gaur), Núma (wannabe Palli) og Hjálmari (sætur gaur en virtist ekki vera adrenalínfíkill... myndi hugsa sig tvisvar um áður en hann færi yfir á rauðu!).

Ef það kom ekki nógu skýrt fram áðan var þetta leiðinleg mynd, hún var í sal 2... við Begga ætluðum að fara á aðra mynd eftir hlé og gengum inn í sal 1.... hún var líka sýnd þar! JUST OUR LUCK!!!???!!!

Ég vann í rúma 12 tíma í dag.
Ég borðaði eina skál af Kelloggs Special K í morgunverð, vann inni í 6 tíma (6 klst!!!!), hljóp út um allt í 2 klst, villtist og gekk rösklega í 4 klst.
Kom heim og dó.
Nei nei, ég er nú svo hraust og þar sem næringarforðinn er ekki að þrotum kominn meikaði ég þetta alveg.
Ég elska vinnufélaga mína.
Man m.a.s. nöfnin á sumum!!!!
Jói, Mamma Jóa (þetta er alvöru nafn hennar - pælið í tilviljun!), Gunní, Sveinn, Tómas, Bergrún, Jón Símon, systir Jóns Símons (önnnur mögnuð tilviljun), stelpur sem ég man ekki hvað heita (sjáðu hvað ég man mörg nöfn :P) og Sigurjón yfirmaður er skemmtilegasti yfirmaður sem ég hef haft - eða næstskemmtilegasti, veit ekki hver var yfirmaðurinn minn á varðskipinu......
Gutti og Þóra bætast í þennan líka frábæra hóp eftir helgi..... "just when you thought it couldn´t get better!"
Jæja, ég held ég verði örmagna nema ég fari núna að skipuleggja að hitta The Table people og leggist síðan í bað og drukkni (eða sleppi því, sé til í hvernig fíling ég er).

________________________________________________________________________________________________________________

Þetta er gamalt en bloggaðist ekki....
Ég held að yfirmaðurinn og Tómas skilji ekki alveg hvorn annan.
Þeir segja mér aldrei að gera það sama.
Ég bar allavega út eitt hverfi í gær.
Klúðraði einhverjum slatta en það reddaðist nú held ég allt saman.
Það er gott að þekkja fólk sem maður ber út til.
Skemmtilegasta símtal dagsins var einmitt við Þórhall fyrrverandi íslenskukennarann minn.
Ég þurfti að segja honum að póstur sonar hans (sem býr í næsta húsi) var í kjallaranum hjá Þórhalli.

Í 10. bekk fór skólinn í skíðaferðalag og nokkrir nemendur fóru í göngutúr upp á fjall - máttu það ekki nema þeir höfðu síma Þórhalls í símaskránni svo þeir gætu hringt ef eitthvað bjátaði á... þess vegna er ég með númerið hans (eyddi því aldrei því mér fannst geggjað fyndið að vera með símanúmer kennara.... svona "sorglegt"-fyndið).

Íslendingar sem læsa ekki húsunum sínum eru líka í miklu uppáhaldi þegar maður ber óvart út í vitlaust hús....
Er ég að grínast???? :)

Edda var að skoða kattabúninga í dag en í gær testaði hún nýju vinnuna sína.
Nei nei, hún var algjört yndi og kom og hjálpaði mér í vinnunni.
Með hennar hjálp var ég búin klukkan 2.
Góður dagur!

Við kíktum til Beggu en steingleymdum að segja "skemmtu (í þáliðinni tíð) þér vel á Pixies tónleikunum"....... þessa setningu skal túlka sem auðmjúka afsökunarbeiðni!

Thordarson fjölskyldan (ég, mamma og pabbi) fékk nýjan bíl í gær.
Toyota Land Cruiser 100 [sjá mynd].
Það skemmtilegasta við hann er bílnúmerið - UK 957 ... við bjuggum í U.K. (United Kingdom... ) og hlustum ALLTAF á FM 95,7 (ok, smá lygi..... við verðum greinilega að byrja á því núna, ég er viss um að pabbi verði ánægður).

No comments: