Saturday, May 22, 2004

Flashback!



Þar sem ég er loksins komin heim til mín þar sem rúmið er þææææææææææææææææææææææææægilegt, sængin hlý og maturinn góður hef ég ákveðið að vera upp í rúmi nema þegar ég fer fram að borða.
Harðneita að fara neitt með foreldrum mínum, ég er svo upptekin við að chilla!
Reyndar komu Jói og Jóa til mín í gær - Begga beilaði útaf einhverjum MRingum sem vildu hana! :( og í kvöld er Jói einn heima og Gunni líka... e.t.v. e-ð djamm!
En já, "back to bed"... á meðan ég ligg hérna í sældarvímu er ég að skoða blogg! Það er furðuskemmtilegt, eftir að hafa tékkað á þessum sem ég kannast við kíkti ég á bloggið hjá dreng sem var í sama grunnskóla og ég og er nú í MR, ég veit hver hann er en ég er nokkuð viss um að hann þekki mig ekki.
Nafn hans er Henrik Garcia og hann samdi m.a. þetta ljóð:

Tilbúin fegurð

Þú getur gifst konu
sem læknar hafa breytt.

Þú getur gifst konu
sem fyrir fegurð sína hefur greitt.

En mundu…
ósnert er hennar rót.
Börnin ykkar verða ljót.

Garcia skrifaði líka skemmtilegustu greinina sem var í skólablaði MRinga í ár og er með snilldarblogg:
www.afsakidhle.blogspot.com

Já, eins og ég sagði er ég að láta tímann líða og kíkti þá á síðu sem ég fann á commentakerfinu hans...... ég var búin að gleyma því að svona fólk væri til! Ég fékk allavega flashback því það var akkúrat SVONA (smellið) sem ég og mínar vinkonur voru í 10. bekk..... eða ekki!
Já, ef ykkur leiðist þá mæli ég með því að þið "tékkið á þessu"!


No comments: