Tuesday, May 11, 2004

Nýtt upphaf.



Ég er ennþá í prófum en það er allt í lagi þar sem danska er eina prófið sem er eftir.
Eftir dönskuprófið flýg ég til Danmerkur með ömmu minni!
Ég hlakka mjög til enda er ég að fara í tvöfalt 18 ára afmælispartí og kíki í einn öllara til vinkvenna minna sem verða á svæðinu (bókstaflega á svæðinu!!! :) Síðan er konunglega danska brúðkaupið á meðan ég er þarna sem og Eurovision! Þannig að það ætti að vera fjör þarna.
Þegar ég kem heim hef ég störf hjá Póstinum sem verður að öllum líkindum ágætt þar sem vinnufélagar mínir eru, m.a. Jói, Gutti og Þóra - þó við munum e.t.v. ekki vera mikið saman. Ég verð 17 ára en það getur verið að ég sleppi því að halda upp á það.... ég stel nú rökum Alexanders til að útskýra hvers vegna - ég ætlaði að gera e-ð svo frábært að ef ég get það ekki þá er best að sleppa því að gera nokkuð. Ég held bara upp á 19 ára afmælið mitt, eða bíð fram að tvítugu - þá komið þið í frábæra veislu (þ.e.a.s. ef þið eruð vinir mínir, að lesa þetta blogg gildir ekki sem boðskort... nema ef þið prentið það út). En þrátt fyrir það er margt skemmtilegt að gerast í sumar, má þá nefna Placebo, Deep Purple og Metallica! Í lok sumars yfirgef ég ykkur síðan öll og held á vit ævintýranna - þ.e.a.s. að borða hunda og drekka sake (eða e-ð líkt því) í Hong Kong.
Í dag skemmti ég mér mjög vel með Beggu, við fórum í langan göngutúr, kíktum í Ogvodafone og vorum þar númer 32 í röðinni og þegar loksins kom að okkur dauðlangaði mig til að öskra "BINGÓ" en mér tókst að halda aftur af mér. VIð héldum síðan áfram í göngutúrnum okkar, keyptum flugmiðana okkar til Englands og röltum síðan heim.
Besti göngutúr ársins.
Sumarið verður gott, ég finn það á mér.

No comments: