Monday, May 31, 2004
Gaman gaman gaman...
Nýlega hafa nokkrir umhyggjusamir einstaklingar bent mér á að mér finnist ótrúlega gaman að vera til.
Það kom mér á óvart, ég hélt mér fyndist það frekar leiðinlegt.
En fyrst mér finnst það nú gaman þá skal ég segja ykkur "eitthvað skemmtilegt"!
Á laugardaginn fór ég með Láru í Kringluna og við hittum einhvern slatta af fólki sem við þekkjum!
Viktoríu, Gest, Lovísu, Thelmu, frænku Beggu, Sibbu (vinnufélaga Láru), Eddu A ....
Það var geggjað fínt og ég skildi loksins afhverju hún fer stundum í Kringluna án þess að ætla að kaupa sér eitthvað sérstakt.
Síðan kom Begga til mín og við áttum góðar stundir saman, röltum til Gutta og hittum Bippa ex-schoolgoer á leiðinni - hann var á leið í eitthvað partí með kærustunni og beilaði því á okkur. Það er alltaf gaman að sjá þessa slöngulokka. Akkúrat þegar við kvöddum hann keyrði ansi skemmtilegt fólk sem býr á Sólvallagötunni framhjá okkur og við vinkuðum því eins og vitleysingar!
Já, við Begga röltum í Laugardalinn og kíktum snögglega á Gutta, Jóa, Hjálmar (fokk hvað sá gaur hlýtur að halda að ég sé óþolandi), Baldur (ég er líka í miklu uppáhaldi hjá þessum einstaklingi) og Erni! Þar sem okkur langaði ekki að umgangast nema brotabrot af þessu liði kíktum við út á strönd. Þar voru blikar að reyna við æðarkollur og það var magnað að hlusta á þá og sjá sólina setjast.... vá, er ég svona boring? :)
Begga sagði: "Vá þetta er ótrúlegt, þú ert svo kvenleg... í hreyfingum og öllu!"
Þetta kom mér í alvöru á óvart.
Ánægð - vissi það en kvenleg.... Sá hún mig ekki á árshátíðinni í 10. eða grímuballinu???
Eftir þessi "good times" fórum við og leigðum DVD myndir í "stærsta DVD safni Íslands" og afgreiðslan var frábær, fengum að grugga í gegnum tölvurnar sjálfar, lentum í smá vanda því fólk var að biðja okkur um að afgreiða sig og við vorum alveg "... Gaur sem vinnur hérna??? Hjálp!".
Já, við fórum síðan aftur heim og gláptum á myndir með Mr. Depp - sem er þekktur fyrir að vera einstaklega óaðlaðandi og lélegur leikari ásamt því að vera í ömurlegum myndum... þannig að það var leiðinlegt.
Síðan kom Jói til okkar - hann hefur ömurlega tímasetningu, kom í lokaatriði myndar akkúrat þegar við vorum hágrátandi! Hann vissi ekki alveg hvernig ætti að hugga Beggu en hún hætti þó að gráta áður en við drukknuðum. Við horfðum síðan á aðra mynd með Johnny Depp sem var ekki alveg að gera sig - The man who cried... það var mun meira af óperusöng en töluðu máli í myndinni. Týpísk "RÚV mynd".
Gærkvöldinu eyddi ég í félagsskap Eddu :)
Ég hef ákveðið að taka upp að spá fyrir fólki.
Í dag ætla ég að horfa á O.C., hitta Össur og e.t.v. Láru! :D
Reyndar fékk í surprise visit rétt áðan, Hjörtur sem vann með mér á varðskipi kíkti við!
Það var gaman að hitta hann en nú ætla ég að leggja mig.
Saturday, May 29, 2004
Helgi!
Ég fékk útborgað í gær.
Vinnan mín er stórkostleg.
Eftir vinnu bauð Jói mér upp á pítsu og foreldrar mínir gerðu rabbabaramarenspie - namm!
Síðan kom Gutti til mín um kvöldið og var frábær!
Hann á það til.
Thursday, May 27, 2004
Vingjarnlegir vinnufélagar eru vafasamir villingar ?
Í gær var ég ein heima þ.a. Jói kom í mat (brauð og ostar... snobb - ég????), við kíktum í bíó ásamt Beggu (bjargaði myndinni "The day after tomorrow" algjörlega, EKKI fara á hana án Beggu...... og hana langar ekki á hana aftur), Gutta (aðalspennan var hvort hann myndi halda fyrir augun á kossaatriði), Erni (fínn gaur), Núma (wannabe Palli) og Hjálmari (sætur gaur en virtist ekki vera adrenalínfíkill... myndi hugsa sig tvisvar um áður en hann færi yfir á rauðu!).
Ef það kom ekki nógu skýrt fram áðan var þetta leiðinleg mynd, hún var í sal 2... við Begga ætluðum að fara á aðra mynd eftir hlé og gengum inn í sal 1.... hún var líka sýnd þar! JUST OUR LUCK!!!???!!!
Ég vann í rúma 12 tíma í dag.
Ég borðaði eina skál af Kelloggs Special K í morgunverð, vann inni í 6 tíma (6 klst!!!!), hljóp út um allt í 2 klst, villtist og gekk rösklega í 4 klst.
Kom heim og dó.
Nei nei, ég er nú svo hraust og þar sem næringarforðinn er ekki að þrotum kominn meikaði ég þetta alveg.
Ég elska vinnufélaga mína.
Man m.a.s. nöfnin á sumum!!!!
Jói, Mamma Jóa (þetta er alvöru nafn hennar - pælið í tilviljun!), Gunní, Sveinn, Tómas, Bergrún, Jón Símon, systir Jóns Símons (önnnur mögnuð tilviljun), stelpur sem ég man ekki hvað heita (sjáðu hvað ég man mörg nöfn :P) og Sigurjón yfirmaður er skemmtilegasti yfirmaður sem ég hef haft - eða næstskemmtilegasti, veit ekki hver var yfirmaðurinn minn á varðskipinu......
Gutti og Þóra bætast í þennan líka frábæra hóp eftir helgi..... "just when you thought it couldn´t get better!"
Jæja, ég held ég verði örmagna nema ég fari núna að skipuleggja að hitta The Table people og leggist síðan í bað og drukkni (eða sleppi því, sé til í hvernig fíling ég er).
________________________________________________________________________________________________________________
Þetta er gamalt en bloggaðist ekki....
Ég held að yfirmaðurinn og Tómas skilji ekki alveg hvorn annan.
Þeir segja mér aldrei að gera það sama.
Ég bar allavega út eitt hverfi í gær.
Klúðraði einhverjum slatta en það reddaðist nú held ég allt saman.
Það er gott að þekkja fólk sem maður ber út til.
Skemmtilegasta símtal dagsins var einmitt við Þórhall fyrrverandi íslenskukennarann minn.
Ég þurfti að segja honum að póstur sonar hans (sem býr í næsta húsi) var í kjallaranum hjá Þórhalli.
Í 10. bekk fór skólinn í skíðaferðalag og nokkrir nemendur fóru í göngutúr upp á fjall - máttu það ekki nema þeir höfðu síma Þórhalls í símaskránni svo þeir gætu hringt ef eitthvað bjátaði á... þess vegna er ég með númerið hans (eyddi því aldrei því mér fannst geggjað fyndið að vera með símanúmer kennara.... svona "sorglegt"-fyndið).
Íslendingar sem læsa ekki húsunum sínum eru líka í miklu uppáhaldi þegar maður ber óvart út í vitlaust hús....
Er ég að grínast???? :)
Edda var að skoða kattabúninga í dag en í gær testaði hún nýju vinnuna sína.
Nei nei, hún var algjört yndi og kom og hjálpaði mér í vinnunni.
Með hennar hjálp var ég búin klukkan 2.
Góður dagur!
Við kíktum til Beggu en steingleymdum að segja "skemmtu (í þáliðinni tíð) þér vel á Pixies tónleikunum"....... þessa setningu skal túlka sem auðmjúka afsökunarbeiðni!
Thordarson fjölskyldan (ég, mamma og pabbi) fékk nýjan bíl í gær.
Toyota Land Cruiser 100 [sjá mynd].
Það skemmtilegasta við hann er bílnúmerið - UK 957 ... við bjuggum í U.K. (United Kingdom... ) og hlustum ALLTAF á FM 95,7 (ok, smá lygi..... við verðum greinilega að byrja á því núna, ég er viss um að pabbi verði ánægður).
Monday, May 24, 2004
Tommy girl!
Ég hóf störf hjá Póstinum í dag.
Það vildi svo til að á bolnum mínum stóð Tommy girl og maðurinn sem ég átti að hjálpa heitir Tómas!
Þó að konan sem hringdi í mig til að tilkynna mér að ég hefði fengið vinnu fyrir sumarið sagði að ég ætti að mæta til vinnu klukkan 9..... þá átti ég að mæta klukkan 8!
Good first impression.
Síðan fór ég í AFS í kaffihléinu mínu - hafði spurt Tómas hvort það væri í lagi - þegar ég kom aftur þá var han horfinn. Hann hafði farið að bera út, hélt að ég hefði bara átt að vinna í 2 klst.
GOOD first impression.
Ég fann Tómas reyndar að lokum (hann var í hverfinu sínu!!!!!) og hjálpaði honum það sem eftir var dags.
Hann er með 2 hverfi og næsta mánudag fer hann í frí og þá fæ ég annað þeirra.
Það verður gaman - í öðru hverfinu er "in" að vera með póstkassa sem er svo lítill að það þarf að beygla allan póst til að koma honum í gegnum lúguna, sleppa því að skrifa nöfnin sín á póstkassann og ekki taka það fram en samt verða geggjað reiður ef maður fær auglýsingabæklinga..... í hinu er fólk sem vill fá póstinn í gegnum gluggann!
Nei nei, þetta verður ágætis work-out og fín stemning að vera póstmaður! Vantar reyndar svona svartan og hvítan kött til að elta mig á röndum (Edda.... ertu atvinnulaus í sumar???? .... NOT ANY MORE!!! :)
Eftir vinnu kíkti ég til foreldra minna, plataði pabba í kaffi og er nú hjá mömmu að blogga!
Hún þarf víst að vinna.....
Saturday, May 22, 2004
Flashback!
Þar sem ég er loksins komin heim til mín þar sem rúmið er þææææææææææææææææææææææææægilegt, sængin hlý og maturinn góður hef ég ákveðið að vera upp í rúmi nema þegar ég fer fram að borða.
Harðneita að fara neitt með foreldrum mínum, ég er svo upptekin við að chilla!
Reyndar komu Jói og Jóa til mín í gær - Begga beilaði útaf einhverjum MRingum sem vildu hana! :( og í kvöld er Jói einn heima og Gunni líka... e.t.v. e-ð djamm!
En já, "back to bed"... á meðan ég ligg hérna í sældarvímu er ég að skoða blogg! Það er furðuskemmtilegt, eftir að hafa tékkað á þessum sem ég kannast við kíkti ég á bloggið hjá dreng sem var í sama grunnskóla og ég og er nú í MR, ég veit hver hann er en ég er nokkuð viss um að hann þekki mig ekki.
Nafn hans er Henrik Garcia og hann samdi m.a. þetta ljóð:
Tilbúin fegurð
Þú getur gifst konu
sem læknar hafa breytt.
Þú getur gifst konu
sem fyrir fegurð sína hefur greitt.
En mundu…
ósnert er hennar rót.
Börnin ykkar verða ljót.
Garcia skrifaði líka skemmtilegustu greinina sem var í skólablaði MRinga í ár og er með snilldarblogg:
www.afsakidhle.blogspot.com
Já, eins og ég sagði er ég að láta tímann líða og kíkti þá á síðu sem ég fann á commentakerfinu hans...... ég var búin að gleyma því að svona fólk væri til! Ég fékk allavega flashback því það var akkúrat SVONA (smellið) sem ég og mínar vinkonur voru í 10. bekk..... eða ekki!
Já, ef ykkur leiðist þá mæli ég með því að þið "tékkið á þessu"!
Friday, May 21, 2004
Yesterday was a million years ago!
Home sweet home, það er alltaf gaman að koma heim... sérstaklega þegar maður kemst í heita sturtu og fær góða máltíð.
Ég er reyndar enn í áfalli yfir einkunnum Jóa (þrjár níur og sex tíur)...... drengurinn er snillingur!
Annars var fullur gaur sem sat við hliðina á ömmu í flugvélinni á leiðinni heim og deildi því með okkur að hann hefði keypt sér viagra "in case of emergency".... sem okkur (og þá sérstaklega ömmu) LANGAÐI að vita!
Danmerkurferðin var í heild algjör snilld og er það að miklu leyti Þóru og Birnu að þakka og síðan að jafn miklu leyti Magga (sem er orðinn hip og kúl og trend) að þakka! :)
Tuesday, May 18, 2004
Mother should I run for president? Mother should I trust the government?
Thad er ansi erfitt ad blogga eftir beidni.... en eg geri nu allt fyrir mømmu mina thvi eg er "mømmustelpa" (hahahha - nu er eg i meira uppahaldi en Joi). Vinir minir a Islandi mættu reyndar alveg sja af sma tima hja ser og blogga, Maggi er i skola og thad er bara einu sinni sem madur fer med ømmu sinni i bæinn ad versla..... tho thad se fyndid ad horfa a aumingja afgreidslufolkid "eg skil ekki hvad thu ert ad segja!!!!".
Annars forum vid amma a pizzastad i hadeginu i gær og thad var heavy fint... fekk sidan braudomlettu hja Thoru.... thetta hefur verid besti matur sem eg hef fengid herna i Danmark.
Nu er eg ad bida eftir ad einkunnirnar komi a innuna til ad sja hvernig mer gekk... :S
Ja Begga, thess vegna var eg hissa! Eg hef ekki gefid ut neitt lag. Kemur ykkur sem hafa heyrt mig syngja AREIDANLEGA a ovart ad eg er ekki med pløtusamning.
For i gøngutur med ømmu adan, thad var stud - serstaklega gaman thessar 40 minutur sem foru i "ætli folkid i budinni hafi verid ad svindla a mer???".....
Pink Floyd - Mother
Britney Spears - Toxic
The Verve - Bittersweet Symphony
Thetta er einn skrytnasti playlisti sem eg hef haft, annars agætur - fin løg og svona. Tivoli i kvøld. :D
Sunday, May 16, 2004
Hva' er ad ske i Køben Kamma ?????
Ja thad er margt og mikid skal eg segja ykkur.
I fyrradag hitti eg Birnu Katrinu og Thoru (MHinga) og Thorhildi (Skagfirding) sem eru herna i Danmørku, thad gefur auga leid ad thetta eru frabærar stelpur.
Helt ad visu ad thær væru ad reykja hass..... nema herbergid lyktadi eins og epli. Thad passadi ekki alveg, thad kom lika i ljos ad thetta var vatnspipa og thær voru ad reykja eplatobak.
Um kvøldid var Maggi eitthvad slappur og vildi bara sofa eda slappa af heima thannig ad eg kikti med stelpunum i bæinn. Algengasta spurningin sem vid fengum var = "Er I svensker?"
Folkid var frekar anægt ad vita ad vid vorum Islendingar og hropudu thau ord sem thau kunnu a islensku... very impressive :p
Hittum lika slatta af Islendingum sem er alltaf gaman, serstaklega i utløndum.
Hitti einmitt Gutta og systkini hans i dag :) Thad var frekar næs.
Biddu vo, eg gleymi alveg gærdeginum :P Vid forum og keyptum sko... ja thad er stemning ad versla herna.... sidan fengum vid okkur is i budinni thar sem hægt er ad kaupa is sem er stærri en hausinn manns i og einhver ønd var alltaf ad reyna ad borda isinn okkar. Sidan um kvøldid var afmælid hans Adam en thad var frekar fint, godur matur og vid lærdum salsa.
Ok ok, hinir lærdu salsa.... eg hef ekki beint movesin i thad! :(
Sidan forum vid a einhvern "A bar" klubb sem var alveg agætur nema ad thad voru nokkrir virkilega osjarmerandi gaurar ad reyna ad dansa vid mann..... tha var gott ad islensku stelpurnar høfdu komid med og gatu buffad tha :P (Reyndar vantadi Thorhildi sem væri areidanlega best i thvi). Nei nei thetta var agætt, fekk næstum hjartaafall thegar 3 Danir æptu a mig ad their elskudu lagid mitt, søgdu ad eg væri god søngkona og badu mig um ad taka lagid.... ef einn theirra hefdi ekki verid drop dead gorgeous hefdi thetta verid eins og versta martrød.
Jæja - "to do list"inn styttist odum, a bara eftir ad kikja nidri bæ med ømmu, kannski i solbad og testa nyja russibanann i Tivoliinu! :)
Friday, May 14, 2004
Eg er i Danmørku! :)
Eftir sidasta profid mitt (dønsku) flaug eg til Danmerkur med astkærri ømmu minni.
Allt gekk vel, vid attum frabæra 2 klukkustundir (better safe than sorry?) a flugvellinum og var eftirminnilegast thegar eg gekk ad sølukonu og spurdi hvort hun seldi "thetta" (*rettir afgreidslukonu kassa med snyrtidrasli i*)... hun horfdi a mig i svona minutu eins og eg væri ASNI thangad til ad hun fattadi ad eg hlyti ad hafa komid med kassann ad heiman og væri i raun ad leita ad honum i budinni..... thad var fyndid.
Sidan i gær for eg og kynntist vini Magga sem heitir Adam.
Thad var agætt, hittumst a Salsa klubbi pabba hans...
Drengurinn er svona 1,30 og frekar fyndinn.
Hann er samt ekki næstum thvi jafn sætur og Bashir.
(Jaja Joa, eg lofa ad taka myndir af øllum sætum strakum sem eg se)!
Nu ætla eg ad segja ykkur nokkud sem mun koma ykkur mikid a ovart!
Maggi hefur einu sinni farid i ljos!!!!!!!!!
Hann er lika pønkari!
Hann vidurkennir thad ad visu ekki thvi hann er ekki med gøt ut um allan likama eda i framan og whatever en hann er med hanakamb og gengur med gaddabelti... need I say more?
Nu er øll danska thjodin "crazy" yfir thessu brudkaupi.... ef thid vitid ekki hvada brudkaup eg er ad tala um tha hvet eg ykkur til ad komast ad thvi sjalf.
Thad verdur spennandi ad vita hvort Olafur Ragnar lati sja sig!
For med Magga og bekknum hans i skolaferdalag i dag, thad var siglt og ithrottir voru stundadar, vid hlogum og eg fattadi hvad eg er ordin leleg i dønsku. Eg held ad vinahopurinn hans Magga hafi sma hommatendancies thar sem eg sagdist thurfa ad kaupa sko, Maggi sagdist vita um akkurat rettu budina og Bashir sagdi "oh, I love shopping" og thad hlakkadi i Adam.
Va mer leid eins og algjørum asna thegar eg for i hradbankann og ætladi ad taka ut pening fyrir mat og svona, ytti ovart a 2000 ... sem var a islensku upphædin sem eg vildi en i dønskum kronum eru thad sem svarar 20.000 isl.kr!
Fengum okkur tælenskan (audvitad... when in Denmark, eat thai!) og vorum i guddy filing.
A eftir fer eg ad hitta G.H. og A.B. eins og eg kys ad kalla thær (thegar mer leidist).
Maggi pønkari er nuna algjørt krutt, sofandi a sofanum! :)
Wednesday, May 12, 2004
Lára hefur ekkert breyst! :)
Á morgun er síðasta prófið, danska, þið getið ímyndað ykkur hvernig ALLT er skemmtilegra en að læra undir það!
JóiB, Lára og Höddi komu í heimsókn í dag og þar sem þau eru öll skemmtileg var dagurinn góður.
Eftirminnilegasta samtalið:
Kamma: Hvorki Eddá né Begga ætla í haustferðina!
Lára: Ohh, hvað er að? Vilja þær ekki bara vera heima hjá sér og horfa á mynd um Silfurstríðið?
JóiB: Silfurstríðið? Er það til?
Lára: Já allavega á ensku, "the Silver war"!!!!
JóiB: The Civil war!
Lára er einmitt stelpan sem hljóp út um alla stofu í líffræðitíma í 8. bekk æpandi "ég finn engan púls, ég er dáin".
Tuesday, May 11, 2004
Nýtt upphaf.
Ég er ennþá í prófum en það er allt í lagi þar sem danska er eina prófið sem er eftir.
Eftir dönskuprófið flýg ég til Danmerkur með ömmu minni!
Ég hlakka mjög til enda er ég að fara í tvöfalt 18 ára afmælispartí og kíki í einn öllara til vinkvenna minna sem verða á svæðinu (bókstaflega á svæðinu!!! :) Síðan er konunglega danska brúðkaupið á meðan ég er þarna sem og Eurovision! Þannig að það ætti að vera fjör þarna.
Þegar ég kem heim hef ég störf hjá Póstinum sem verður að öllum líkindum ágætt þar sem vinnufélagar mínir eru, m.a. Jói, Gutti og Þóra - þó við munum e.t.v. ekki vera mikið saman. Ég verð 17 ára en það getur verið að ég sleppi því að halda upp á það.... ég stel nú rökum Alexanders til að útskýra hvers vegna - ég ætlaði að gera e-ð svo frábært að ef ég get það ekki þá er best að sleppa því að gera nokkuð. Ég held bara upp á 19 ára afmælið mitt, eða bíð fram að tvítugu - þá komið þið í frábæra veislu (þ.e.a.s. ef þið eruð vinir mínir, að lesa þetta blogg gildir ekki sem boðskort... nema ef þið prentið það út). En þrátt fyrir það er margt skemmtilegt að gerast í sumar, má þá nefna Placebo, Deep Purple og Metallica! Í lok sumars yfirgef ég ykkur síðan öll og held á vit ævintýranna - þ.e.a.s. að borða hunda og drekka sake (eða e-ð líkt því) í Hong Kong.
Í dag skemmti ég mér mjög vel með Beggu, við fórum í langan göngutúr, kíktum í Ogvodafone og vorum þar númer 32 í röðinni og þegar loksins kom að okkur dauðlangaði mig til að öskra "BINGÓ" en mér tókst að halda aftur af mér. VIð héldum síðan áfram í göngutúrnum okkar, keyptum flugmiðana okkar til Englands og röltum síðan heim.
Besti göngutúr ársins.
Sumarið verður gott, ég finn það á mér.
Subscribe to:
Posts (Atom)