Börnin mín vöktu mig ekki fyrr en hálfníu sem er óvenju seint og Hrafn fór líka sjálfur fram og fann sér banana þ.a. dagurinn byrjaði þægilega. Þau voru svo óendanlega sæt og róleg. Mér var ekkert svo illt og prófaði að taka bara ibufen og paratabs en það dugði ekki út daginn þ.a. ég skipti aftur yfir í parkódín seinni partinn.
Mér var mjög óglatt í morgun og það eina sem mér dettur í hug að valdi því er að í gær borðaði ég mjög mikinn sykur, sérstaklega miðað við mataræðið sem ég hef tileinkað mér undanfarið. Ég fór í barnaafmæli og fékk mér tvær sneiðar af köku þar, svo hafði ég rauðvín með matnum og svaka eftirrétt: Rjómaís með marssósu, bananabitum og þeyttum rjóma - og ég fékk mér tvær skálar af honum líka.
Morgunmaturinn var afgangur af kvöldverði gærdagsins - grænmetisbollur og smælki. Mjög gott að byrja daginn svona.
Brunch á Borðinu, Ægissíðu, pizan er mjög þunn sem er skemmtilegt og gott kaffi. Hugsa að ég fái mér næst bara kaffi og kanilsnúð. Félagsskapurinn var samt betri en veitingarnar enda var ég með frænkum mínum sem eru stórskemmtilegar.
Við kíktum svo í smá heimsókn á Seltjarnarnes, þar var boðið upp á ávexti og pinkulitlar jarðaberjamuffins og Mía litla fór á kostum.
Kvöldmaturinn gleymdist eiginlega hjá mér en ég fór með Eddu og Beggu í bíó að sjá The Square sem er rosalega góð mynd sem lætur mann hugsa og pæla í samfélaginu. Við Edda deildum poppi, svo borðaði ég súkkulaði sem ég fann í bílnum líka. Núna ætla ég að ljúka deginum í rólegheitum með kirsuberjaskyri frá Örnu.
No comments:
Post a Comment