Tuesday, February 26, 2008

Lærdómurinn og lífið

Í dag gerði ég hin klassísku mistök að segja "ma" í vitlausum tóni. Ég hélt því þarmeð fram að mér þætti best að ræða ákvarðanir við hestinn minn. Svo sagðist ég líka kaupa notuð (second hand) tré. Þetta fannst kennaranum mínum mjög fyndið, benti út um gluggann, stappaði öðrum fæti, hló og sagði "tré tré tré" á kínversku. Today is not my day. Hlustunaræfingin var mjög skemmtileg. Þetta var samtal á milli hjóna og það versta er að ég trúi því alveg (miðað við mína reynslu) að kínversk hjón eigi svona samtöl:

Kk: Sjáðu eiginkonuna hans Pin, búin að eiga þrjú börn en samt svona falleg.
Kvk: Afhverju finnst þér ég ekki falleg?
Kk: Ha? Ég sagði það ekkert, þú ert alveg falleg, bara svolítið feit.
Kvk: Elskarðu mig ekki vegna þess hve feit ég er?
Kk: Ha? Auðvitað elska ég þig, ef ég elska þig ekki, hvern á ég þá að elska?
Kvk: Svaraðu mér strax, elskarðu mig eða ekki?
Kk: Elska! Ég elska þig.
Kvk: Þú myndir elska mig meira ef ég væri grönn.
Kk: Ef þú værir jafngrönn og eiginkona Pin værirðu mun fallegri en hún, þú værir fallegust allra, andlit þitt er svo fagurt.
Kvk: Hvers vegna ertu með mér fyrst þér finnst ég svona feit?
Kk: Þetta er ekki það sem ég meinti en þegar við kynntumst varstu eins og kókakóla flaska í laginu.
Kvk: Og núna?
Kk: Núna? Ehh... þú ert eins og kókakóladós.
(smellur)
Kk: Æææ.

Þetta læri ég og lífið er gott.

No comments: