Saturday, March 08, 2008
Wen wo! ("Spurðu mig" / "Kysstu mig" , fer eftir tóninum)
Konudagur í Kína! Þorpið mitt er með hátíðarhöld í tilefni þess, hér ber helst að fagna þess hve móðurin er frábær, frekar en eiginkonan. Í dag er morð á forsíðu South China Morning Post og Felicia sagði mér að í æsku sinni spurði hún móður sína alltaf "why did the man kill her?" - "Because he´s bad" - "ok I know he´s bad but why did he kill her?" - "because he´s Superbad!" sem mér fannst skemmtileg skilgreining á morðingjum. Skólinn heldur áfram í sinni rútínu nema kennararnir halda að við Dom séum trúlofuð. Hann skrifaði nefnilega á leyfisbréfið (sem við þurfum að fylla út ef við mætum ekki í skólann) að það væri fjölskyldufundur hjá fjölskyldunni hans vegna þess að við værum trúlofuð. Þetta var náttúrulega brandari enda vita allir með hálfan heila að hann er hommi. Kennurum okkar finnst það hinsvegar skipta litlu máli og fyrsta sem ég var spurð þegar ég mætti aftur í skólann var "hvenær viltu gifta þig?" og ég sem var búin að steingleyma þessum brandara svaraði "ha? gifta mig? Ehh.... ég hef nú ekkert pælt í því kannski seinna bara" og ruglaði kennarann svolítið í rýminu. Annar kennari kom með myndavél í skólann til að taka myndir með okkur og allar kórísku eiginkonurnar æptu upp fyrir sig "nei nei nei" þegar þær fréttu þetta og vöruðu mig við því að ég ætti ekki að giftast Dom. Ég sagði þeim að ég ætti í raun kærasta á Íslandi sem yrði ekki par ánægður ef ég gifti mig hérna og þetta væri brandari, þær róuðust við það og hlógu í kór. Filippseyjar voru dásamlegar, þvílíkt afslappandi ferð, rosalegur sólbruni sem fylgdi. Ég hef tekið eftir því að þetta er ekki besta leiðin til að fá samúð frá Íslendingum í dag. "Ég er svo sólbrennd, aumingja ég". Það er víst snjór eða eitthvað álíka hallærislegt hjá ykkur. Við fórum til eyju sem heitir Siquijor og er nefnd Voodoo island, þar má finna alskyns galdramenn og sniðugheit. Dásamlegt. Ég hitti Jónas Sen líka því hann bauð okkur Dom á Bjarkartónleika sem voru magnaðir og hann var mjög hress. Mamma og pabbi koma á miðvikudaginn! :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment