Megi ár rottunnar vera ykkur lukkulegt!
Ég fagna því með því að fara í hof og tilbiðja Buddha (ekki segja ömmu þetta), kaupa mér rauð föt til að ganga í, sópa til austurs meðan ég tek til inni hjá mér (nema ég á engan sóp þannig að ég ryksuga bara til austurs), kaupa nýja skó (þetta er mikilvægt) og borða borða borða. Síðan hef ég gert lítið sem ekki neitt, smá djamm, hræðilega léleg bíómynd sem notar kungfu til að spila körfubolta, mikill lestur og rauðvín. Gaman að vera í fríi.
No comments:
Post a Comment