Thursday, December 29, 2005

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Jólin mín hafa sannarlega verið gleðileg og er það helst góðri fjölskyldu og góðum vinum að þakka. Eins og flest gleði í mínu lífi. Ef ekki öll.
Gjafirnar komu á óvart, voru persónulegar, voru týpískar, voru "not my style" eða dásamlegar. Flestar voru dásamlega persónulegar og skemmtilegar. Ég er ánægð með þær gjafir sem ég gaf og mun gefa (þegar ég sendi gjafirnar til útlanda sem eiga heima þar) og er einnig ótrúlega ánægð með allan mat sem ég hef borðað í þessu jólafríi.
Ég hef hafið hlutastarf sem ég sótti um á Broadway sem þjónn / barþjónn og var fyrsta kvöldið ansi magnað. Annað kvöldið verða áramótin. Það verður að öllum líkindum klikkað. Mér sýnist starfið vera krefjandi, skemmtilegt og spennandi. Við fyrstu sýn. Vona að það búi ekki eitthvað annað bak við tjöldin.
Ég sakna Beggu meir en nokkurs annars og er komin með fráhvarfseinkenni.
Hlakka mjög mikið til að fá Láru sætu heim og tala við Eddu óvenju mikið þessa dagana.
Á Íslandi eru Jóarnir mínir og aðrir vinir til að stytta stundirnar, takk takk takk.

Á morgun verður matarboð sem ég er búin að hlakka til síðan ég heyrði fyrst af því. Dásamlegir gestir, ótrúlega skemmtilegt fólk, rjúpur í matinn og þetta verður frábært. Ég finn það á mér. Ég veit líka að árið 2006 verður brjálæðislega frábært, better than all the rest, again. Hlakka til.

Ég hvet alla vini mína til að fagna áramótunum á Broadway og heilsa upp á mér á barnum. (Engin samtöl, bara "hæ").

Sunday, December 18, 2005

Jólafrí

Nú er ég komin í jólafrí og það sem meira er þá er ég komin með leið á því að vera í fríi. Það er líklegast of seint að sækja um störf núna en ég hlakkaði svo til að slappa af. Ekki lengur. Nú langar mig að vinna.
Ég er búin að fá einkunnirnar mínar og ég náði öllu, gekk meira að segja vel.
Alveg sátt! :)

Jólaballið var æðislega skemmtilegt. Þó sumt hafi nú farið í taugarnar á mér og ég spurði óvart stúlku sem vinur minn var að dansa við hvort hún ætlaði heim með honum (hann var EKKI ánægður með mig) þá var kvöldið í heild frekar skemmtilegt og ég er ánægð með það.

Hlakka til að komast niður í bæ að kaupa gjafir og hanga á kaffihúsum, eins og við JóiB ætluðum að gera í dag en nenntum ekki vegna veðurs. Við fórum því í Smáralindina. Ég mæli ekki með því. Ég þoli ekki þessa verslunarmiðstöð.

Bergþóra er á leið til Ástralíu núna, held hún sé í Singapore akkúrat núna, vonandi skemmtir hún sér vel um jólin! Lára, þú hringir í hana! :)

Wednesday, December 14, 2005

Jólin mega koma

því prófin eru búin búin BÚIN! :)

Einkunnir á mánudaginn en ball í kvöld.

Djammídjammídjamm.

Finally.

Friday, December 09, 2005

Perlujól

heitir leikritið sem ég ætla að sjá ásamt nokkrum vinum mínum á sunnudaginn.
Perlan, leikhópur frá Sólheimum, setur það upp og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson semur alla tónlist. Það gerði hann á nokkrum dögum í miðjum prófum og það sem ég hef heyrt er ótrúlega flott. Ég hlakka mjög mikið til að sjá þetta leikrit.
Annars á ég eingöngu 2 próf eftir og þá verður jólaball. Jólajólajólaball.
Síðan mun ég byrja að baka og stússast í einhverju jóladæmi og jafnvel taka til.... svona, fyrir jólin. Bíð samt aðeins með jólalögin, eina viku eða svo.

Thursday, December 01, 2005

Próf

Allt verður að taka enda og nú er þessari önn nær lokið.
Prófin byrjuð.
Það er svo gaman að vera í prófum, einungis eitt sem maður þarf að læra og þegar prófinu lýkur þarf maður aldrei að hugsa um það fag aftur, fyrr en á næstu önn.
Sofa, vaka, borða, læra.
Aftur og aftur og aftur.

Annars er ég komin með þraut! Næsti kærasti verður að geta haldið á mér upp stigana hérna heima. 4 hæðir. Ég ætla að leggjast niður og ef hann getur haldið á mér upp má hann eiga mig. Annars ekki. Ég mun segja strákum frá þessu á jólaballinu, ég er viss um að þeir kolfalli fyrir mér.

Síðan vil ég hvetja alla til að gera það að ævistarfi sínu að mótmæla því sem Gutti segir. Og munið, Snorri getur allt - Snorri getur borðað með prjónum!