Thursday, September 15, 2005

Veik heima



Ég er veik heima eins og ég er viss um að einhver af gáfaðari lesendum mínum hefur gert sér grein fyrir þegar sá hinn sami las titil þessarar færslu. Í dag átti ég að fara í stærðfræðipróf í fyrsta tíma og skrifa ritgerð úr Njálu í síðasta tíma. Því ákvað ég að fara í skólann þrátt fyrir örlítinn hita og dasleika og ógleði. Lítið mál. Fór í stærðfræðiprófið þar sem ég hugsaði meira um að æla ekki en svara dæmum.
Bara hresst.
Í hádegishléinu missti ég sjónina í smá tíma og fór út til að anda og leggjast aðeins, þá gekk ég á manneskju sem ég veit enn ekki hver er og þegar ég lá úti heyrði ég ekkert. Það er sjaldan sem ég heyri ekki neitt og þar sem mér var nú farið að líða virkilega illa ákvað ég að fara heim. Ég fékk að hringja hjá Jóa sem "hélt bara að þú værir að deyja" og þá kom pabbi og sótti mig.
Minn umhyggjusami faðir tók vel á móti mér. "Hryllingur að sjá þig barn". Þá leið mér betur, mun betur.
Síðan kom ég heim og vorkenndi sjálfri mér ógurlega. Nú finnst mér kominn tími til að þið vorkennið mér líka.

No comments: