Sunday, September 25, 2005

Sunnudagsblog

.

Nú er sunnudagur, í dag hef ég gert nákvæmlega ekki neitt.
Á föstudaginn var vinátturæðukeppni milli MH og MR og ég var í æfingaliði kvöldsins. Við skíttöpuðum en keppnin var skemmtileg. MRingar fóru á kostum og þá sérstaklega stúlka sem heitir Saga. Hún er kærasta Ásgeirs Péturs sem er vinur mömmu. Lítið land. Jón Ben var samt valinn ræðumaður kvöldsins.
Eftir keppnina fór ég ásamt Beggu, Gutta og Jóa heim til mín og við spjölluðum, borðuðum fullt af nammi og fórum svo að horfa á dvd. Ég steinsvaf.. Á laugardaginn var Gettu Betur æfing en það er ekki enn búið að velja síðasta busann í liðið. Mér leist ágætlega á liðið so far. Gutti er náttúrulega svo sætur og þessi stúlka virtist indæl.
Matarboðið heima var æðislegt. Mjög skemmtilegt m.a.s., allir fyndnir og fallegir og maturinn góður. Síðan kom minn frábæri frændi (sem ég skulda greiða) og skutlaði mér í afmælisveisluna hans Gulla. Hún var ágæt. Jonni kenndi mér fullt af dönsum og já, þetta var bara fín veisla. Össur skutlaði mér líka heim og ég vaknaði í morgun. Síðan þá hef ég ekki gert neitt!

No comments: