Kæru vinir, kunningjar mömmu, einstaka eldri borgari og aðrir sem eru að lesa þessa málsgrein.
Ég biðst afsökunar á löngu hléi!
Ég hef verið mjög upptekin, England = æðislegt.
Bergþóra = Frábær ferðafélagi.
Ég er nokkuð viss um að Begga sé fallegasta manneskja sem margir Bretanna hafa séð.
Ég er ekki viss hvort það sé hrós.
Við skemmtum okkur mjög vel við að forðast hözzlara, versla, djamma, versla, heimsækja gamla vini, versla, skreppa til York, versla, lesa, chilla, fara til Skipton, djamma, djamma, djamma, versla og skoða listasöfn í London!
Takk Begga! :)
Myndirnar eru komnar á www.skiptimyndir.blogspot.com en þær ná ekki bestu augnablikunum, við festum ekki gaurinn sem stamaði "oh my god I want you" þegar hann gekk framhjá Beggu á filmu og það eru nokkrir aðrir sem hefði verið gott að eiga myndir af... eða símanúmer hjá.
Nei ég segi svona! :) Þetta var dásamleg ferð, einstök í alla staði og það var líka mjög gaman að koma heim, hitta sína bestu vini og eiga ekta "good times". Ég vil óska þessum góðu vinum mínum skemmtilegs skólaárs og þið segið mér frá öllu sem þið gerið sem ég myndi ekki gera....
Ég er farin til Hong Kong!
Verð þó ekki Kamma Ho! :/
Þau hættu við á *síðustu* stundu og nú veit ég lítið um fólkið sem ég mun búa hjá.
Ég veit ekki hve mörg "þau" eru, hvar þau búa, hvað þau gera, símanúmerið þeirra..... :)
Ég veit þó að 26. - 28. ágúst fer ég með þeim til Kína - þetta litla sem ég veit um þau er nóg til að mér líki vel við þau already! :)
En já, ég verð í bandi! Bless bless elsku vinir! :) Sé ykkur 1. júlí (því fluginu mínu heim var seinkað). Eigið frábært ár og látið mig vita af því!
No comments:
Post a Comment