Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi, mamma.
Árið 2008 var viðburðaríkara en flest ár hvað fjármál varðar, ég lenti í ýmsum skemmtilegheitum á borð við að British Airways hætti að fljúga til Íslands án tillits til þess að ég ætti flugmiða hjá þeim aftur út í heim og varð að kaupa mér miða hjá Icelandair í snari til að halda áfram kínverskunámi mínu í Hong Kong. Síðan vildi ég komast þaðan í apríl og flugfélagið Oasis fór á hausinn þannig að ég var strönduð á ný, langt frá fjölskyldu og kærasta. Síðan fæ ég þann heiður að vera titluð íslenskur námsmaður erlendis þegar bankarnir okkar hrynja og íslenska krónan verður afstæð.
Nú stunda ég nám við Sciences Po í Frakklandi og nem þar evrópsk-asísk fræði sem er mjög áhugavert nám og mikið, fullt að læra en þess vegna er maður í þessum annars óáhugaverða bæ, Le Havre í Normandy. Edda kom tvisvar í heimsókn og ælar nú að flytja nær mér eða til Parísar en hún er mjög góður gestur sem getur dundað sér tímunum saman meðan ég fer á fundi um verkefni og skemmti mér í skólanum. Síðan kom Stulli líka og hreifst svo af borginni að hann talar nú um að flytja þangað í vor. Ég er viss um að það sé vegna þess að ég benti honum í vitlausa átt að sjá sjóinn og hann gekk um fátækrahverfin í nokkra tíma.
Á síðasta ári fór ég til Ho Chi Minh og Filippseyja sem ég hef aldrei komið til áður og foreldrar mínir heimsóttu mig ásamt Hallveigu og Emil til Hong Kong og við fórum saman til Pekínar sem var mjög skemmtileg ferð með mikið af Sichuan mat.
Þetta ár verður að öllum líkindum skemmtilegt, ég hef góða tilfinningu fyrir því.
No comments:
Post a Comment