Hér er mjög skemmtilegt að vera, mér var boðið í tvö matarboð á fimmtudaginn og valdi það sem mér fannst hljóma meira spennandi, kóreskur matur. Sá alls ekki eftir því, þvílíkur unaður! Steven eldaði í svona fjóra klukkutíma og þegar hann kláraði einn rétt borðuðum við hann, meðan hann útbjó næsta var hann með fingerfood. Þetta var svo ótrúlega góður matur að ég er búin að biðja hann sérstaklega að bjóða mér aftur ásamt Stulla þegar hann veður hjá mér í nóvember því þessu er varla hægt að lýsa. Því miður kann ég engin nöfn á réttunum en þeir voru mjög kryddaðir og rosalega góðir, skemmtilegir og frumlegir frá mér séð. Ég er yfir mig hrifin. Hann sýndi mér hvernig hann eldaði það sem hann gerði þetta kvöld og hefur lofað að kenna mér líka að gera kóreskar pönnukökur "from scratch" og ég hlakka svo til. Sem dæmi um rétt var steikt svínakjöt sem maður dýfir í mjög sterka sósu sem er um leið svolítið bitur og með því tekur maður hrá græn chilli og dýfir í sósuna og borðar. Annað var einhverskonar sterkfiskisúpa sem maður hellir yfir hrísgrjón og borðar og sashimi (reyndar ekki kóreskt) og hinu get ég ekki lýst því ég kann ekki orðin en vá, þetta var gott!
Í gær var svo almennilegt djamm með viðeigandi partíum og klúbbastuði, vorum mörg úr skólanum og skólastjórinn mætti sjálfur ásamt eiginkonu sinni sem kennir mér frönsku. Þau dönsuðu svo með okkur og voru kammó. Ég rölti heim og þá voru einhverjir strákar sem fylgdu mér því það er víst hættulegt að ganga ein heim um nótt hérna. Mér líður alls ekki þannig. Svo æfi ég líka franskt box eins og ég útskýrði fyrir manni sem hafði áhyggjur af því að ég væri ein á röltinu. Héðan í frá fer ég samferða fólki heim til að valda ekki íbúum Le Havre hugarangri og áhyggjum.
Fann kínverska búð nálægt heimilinu mínu sem selur mat frá allri Asíu, yndislegt! Nú get ég eldað allt sem mér finnst auðvelt og skemmtilegt að elda, hráefni sem ég fann aldrei á Íslandi og eigandinn er Kínverji sem er líka skemmtilegt. Fór á markaðinn í dag og keypti mér grænmeti, þar á meðal ólífur sem ég held að komi beint frá Afríku, ótrúlega góðar.
No comments:
Post a Comment