Friday, August 08, 2008

Well it ain´t no use to sit and wonder why babe, even you don´t know by now

Hér sit ég heima á Háaleitisbraut og bíð eftir Stulla. Frídagurinn virðist koma í veg fyrir hugmyndir mínar um rómantískan hádegisverð þar sem hann er enn að tína rusl eða sparka í ruslatunnur og heima sit ég. Auk þess hef ég ekki nennt að fara út í búð og kaupa í þennan hádegisverð sem ég hafði þvílíkar væntingar til. Það tók svo á að vera á Austurlandi með foreldrum mínum og frænkum og fósturfjölskyldu. Sundferðin og nóttin hjá borholu 18 í Kröflu, svona lagað tekur á. Einnig dagsferð um fallega firði með stoppi í coke sjálfsala. Erfitt lif. Mikil fegurð, svakaleg afslöppun og mér tókst að byrja að læra. Gengur erfiðlega að halda því áfram því ég er alveg stillt inn á frí gírinn. Gott að vera komin aftur í bæinn, skrýtið að hugsa til þess að ég þarf varla að vakna á morgnana frekar en ég vil og stressandi að eiga enn eftir að kaupa flug til Frakklands.
Borðaði indverskan mat í gær og ákvað að spreyta mig við að elda kóreskan við fyrsta tækifæri.

No comments: