Saturday, April 05, 2008
Is it fate that brought us together or was it destiny?
Meðan mamma, pabbi, Emil og Hallveig voru hér var glaðasólskin og skemmtilegt. Síðan þau fóru hefur verið þoka og örlítil rigning. Ekki skemmtileg rigning sem bleytir mann alveg í gegn á örfáum sekúndum heldur smádropar sem bleyta mann aldrei en fara í taugarnar á manni. Moskítóflugurnar hafa líka vaknað til lífsins og nú tekið upp á því að bíta í gegnum leggings, mér til mikillar ánægju. Í gær læsti Felicia mig óvart úti, ég fór til landlordsins (kann ekki íslensku lengur, þið verðið að fyrirgefa) og hann átti heldur ekki lykil að þessari hurð, hann baðst afsökunar á því og steig aftur inn í sitt heimili og naut hlýjunnar en skildi mig eftir í smárigningunni. Sem betur fer eru íbúar þessa þorps nógu félagslyndir til að hafa útbúið einskonar stofu við inngang þorpsins. Þar eru fínustu stólar, þak og meira að segja ljós. Ég sat því í leðurstól með fæturnar upp á leðurskemli og las Who´s Afraid of Virginia Wolf meðan Felicia svaf. Þremur tímum síðar tókst mér að vekja konuna og í dag bauð hún mér uppá hádegisverð vegna sektarkenndarinnar. Margt skrýtið gerðist í síðustu viku, einkaþjálfari stal regnhlífinni minni og ég hitti kínverska konu í lestinni (kemur ykkur kannski ekki á óvart að hún sé kínversk en ég meina frá meginlandinu) og við ætlum að hittast á morgun og læra af hvor annarri, ég mun kenna henni enska málfræði og hún mér kínverskt talmál. Síðan fór ég í tvöfalt afmæli og þar lærði ég margt skemmtilegt um kínverska og norska menningu. Flest reglur um að skera afmæliskökur og bjóða fram á þann hátt að maður eigi enn séns í að gifta sig. Áhugaverðast þótti mér reyndar þegar ég var í H&M með kínverskri vinkonu minni og hún benti á græna hatta og sagði "Ha, grænir hattar, en skrýtið! Kínverjar myndu ekki kaupa græna hatta.", hvers vegna ekki???? "Vegna þess að það þýðir að konan þín sé að halda framhjá þér, þegar konur halda framhjá eiginmönnum sínum gefa þær þeim grænan hatt". Eðlilega. Erum við ekki með svipað system heima? Svona "ég er að halda framhjá þér elskan" gjöf? Ég fór í viðtal hjá Le Havre, klúðraði því alveg prýðilega. Segðu okkur frá Kosovo. Bosníu. Darfur. Kambódíu. Hvað gerðist, hvenær, hvers vegna, hve margir dóu? Hvernig virka Sameinuðu þjóðirnar? Hvaða lönd hafa neitunarvald? Hvers vegna. Hvað er WTO? Hvernig virkar það? Hver voru helstu mál þess á fundinum í desember. Hvers vegna hrundi efnahagur Bandaríkjanna? Hvenær gerðist það? Hvaða áhrif hefur það á aðrar heimsálfur? Hvað er R2P? Hvað gæti valdið því erfiðleikum? Lestu ekki dagblöð? Horfirðu ekki á sjónvarp? Þú virðist ekki hafa neinn áhuga á sögu eða pólitík, hvers vegna sóttirðu um hjá okkur? Common knowledge... jæja þá. Síðan hef ég verið ásótt af Frökkum, Frakkar á kaffihúsum, Frakkar í partýum, Frakkar Frakkar allsstaðar. Hrokafullir og leiðinlegir. Ég er ekki bitur, ég er ásótt af steríótýpískum Frökkum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment