Monday, March 26, 2007
Today
Mamma mín á afmæli í dag!!! :)
Til hamingju elsku mamma mín, þú ert ótrúlega frábær og skemmtileg mamma sem gefur góð ráð og ert bæði til fyrirmyndar og staðar. Takk fyrir það!
Þér til skemmtunar ætla ég líka að setja mynd af okkur pabba hér enda er hann líka góður gaur!
Ég hef því miður ekki haft tækifæri til að fagna afmæli móður minnar almennilega því ég er veik, ég hef hins vegar haft tækifæri til að kíkja tvisvar til læknis sem potaði í mig eins og ég væri kjöt sem hún ætlaði að borða, fann besta staðinn og stakk mig síðan með nál, tvisvar! Hún gaf mér líka krem vegna mikils sólbruna sem ég hef á höndum og handleggjum eftir hjólreiðatúrinn um helgina og rukkaði mig síðan um heilar 40 kr!
Vonandi hefur mamma notið dagsins meir! :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment