Saturday, March 03, 2007

Contact & travelling information

Þetta er heimilisfangið mitt:

Kamma Thordarson, English teacher from Iceland
中国山西省运城临猗县风喜大道 临晋中学 邮编:044100
CHINA

Prentið þetta endilega út, límið á umslög og sendið mér bréf.

GSM númerið mitt er +860 1383 4944 910
GSM númer Doms er +860 1383 4944 510

Heimasíminn okkar er +860 3594 0613 59

Í gær gleymdi Dominic að loka einum glugga og þess vegna er ískalt í íbúðinni okkar, við getum nefnilega ekki stjórnað hitastiginu sjálf, það er annaðhvort slökkt á öllum ofnum svæðisins eða kveikt á þeim. Í morgun vorum við bæði mjög lengi að koma okkur fram úr því það er svakalega kalt. Í gær skrifuðum við undir kennslusamninginn, þar skrifum við sérstaklega undir að við ætlum ekki að skipta okkur af innanlandspólitíkinni í Kína eða reyna að breiða út okkar eigin trú heldur bera virðingu fyrir siðum og trú Kínverja. Samningurinn rennur út 15. júní þannig að við skipulögðum líka ferðalag... Ætlum að ferðast til 20. júlí og þá fer Dominic aftur til Hong Kong, ég ætla að skoða fjárhaginn aðeins betur, mig myndi langa að heimsækja Soffíu en það er alltaf frekar dýrt að fljúga til Indlands. Flugfarið er um 75.000 kr.

Ferðalagið sem við erum byrjuð að skipuleggja en eigum eftir að panta:

Pekín - Bangkok: höfuðborg Tælands, yndisleg borg sem við dýrkum bæði og myndum vera á sama hóteli og síðast (3 nætur) - Pattaya: Myndum gista á Rabbit resort, Dominic þekkir eigendurna og þetta er víst yndislegur staður til að slaka á og njóta lífsins sem við þurfum líklega á að halda eftir marga mánuði hér, hittum líklega mömmu hans Dom þar (8 nætur) - Kambódía: Lítið land sem ég hélt alltaf að væri í Afríku, rosalega ódýrt og vinur okkar mælti með landinu, Dominic á hús þar sem við gistum líklegast í (3 nætur) - Kuala Lumpur: höfuðborg Malasíu sem mér finnst mjög skemmtileg og Dom er líka hrifinn af, ætlum að gista á hosteli (2 nætur) - Langkawi: Hawaii Asíu, strönd og fegurð, góður staður til að kafa á, aftur smá slökun því við erum í miklum ferðalögum, gistum á hosteli (5 nætur) - Balí: Þið þekkið líklega Balí, ætlum að gera Balílega hluti og gistum á hosteli sem er svalt og Dom þekkir staðsetninguna og mælir með henni (7 nætur) - Jakarta: Gistum á 5 stjörnu hóteli og upplifum Jakarta (2 nætur) - Hong Kong...

Þar sem við ferðumst með Air Asia og notum www.asiarooms.com og www.hostelworld.com eða hótel sem Dom þekkir ættu flug, visa og gisting að kosta innan við 120.000 kr og við erum í Suðaustur Asíu þannig að matur er alltaf ódýr. Ætla að athuga þetta betur, kannski þarf ég fleiri sprautur og svona.

Ætlum samt að spara pening, okkur sýnist vel mögulegt að lifa af á 15.000 kr á mánuði og notum því það sem eftir er af mánaðarlaunum okkar í ferðalög innan Kína, förum til Pekínar og hittum Aliina og kærastann hennar þriðju helgina í mars, ætlum í helgarferðir með rútu til Xian, Shaolin og Chengdu. Erum líka að hugsa um að fara til Mongólíu í útreiðatúr í maí þegar við fáum frí í nokkra daga, það er nefnilega ekkert páskafrí hérna.

Þannig að það verður nóg að gera hjá okkur, akkúrat hérna er samt lítið að gera, ég ætla að leggja mig alla fram við enskukennsluna og að læra kínversku, kenni rúmlega 1000 nemendum í hverri viku! Síðan getum við spilað badminton, körfubolta, borðtennis (úti) og hjólað um. Hlakka til að kynnast bænum betur og finn alveg að það var rétt ákvörðun að koma hingað þó ég sakni ykkar vissulega.

Það er vatnsvél í íbúðinni okkar, eins og á mörgum vinnustöðum! Það er kúl.

No comments: