Monday, March 26, 2007
Today
Mamma mín á afmæli í dag!!! :)
Til hamingju elsku mamma mín, þú ert ótrúlega frábær og skemmtileg mamma sem gefur góð ráð og ert bæði til fyrirmyndar og staðar. Takk fyrir það!
Þér til skemmtunar ætla ég líka að setja mynd af okkur pabba hér enda er hann líka góður gaur!
Ég hef því miður ekki haft tækifæri til að fagna afmæli móður minnar almennilega því ég er veik, ég hef hins vegar haft tækifæri til að kíkja tvisvar til læknis sem potaði í mig eins og ég væri kjöt sem hún ætlaði að borða, fann besta staðinn og stakk mig síðan með nál, tvisvar! Hún gaf mér líka krem vegna mikils sólbruna sem ég hef á höndum og handleggjum eftir hjólreiðatúrinn um helgina og rukkaði mig síðan um heilar 40 kr!
Vonandi hefur mamma notið dagsins meir! :)
Wednesday, March 21, 2007
Sma öppdeit
Steinunn og Baldur Snær hafa líka sent mér email og eiga því ekki skilið að fá skammir. Ég afskamma ykkur tvö hér með.
Ég er búin að sættast við Dominic, óvart en samt gott.
Mér tókst að setja myndir inn á netið, virðið fyrir ykkur íbúðina mína og segið mér endilega hvort hún sé "Kömmuleg" eða ekki!?!? :)
Ég er búin að sættast við Dominic, óvart en samt gott.
Mér tókst að setja myndir inn á netið, virðið fyrir ykkur íbúðina mína og segið mér endilega hvort hún sé "Kömmuleg" eða ekki!?!? :)
I just can't get enough, I just can't get enough...
Mig langar að segja ykkur frá Valentínusardegi.... nei, æ, ekki ykkur, nemendum mínum, ætli mér takist að sannfæra bekkina sem ég kenni á föstudaginn að mig LANGI að segja söguna um Valentínusardag í tuttugastaogannað skipti?
Það sem mig langar að segja ykkur frá er kínverskar umferðarreglur. Þið ykkar sem eruð með bílpróf kunnið líklega umferðarreglurnar á Íslandi, hægri umferð, stoppa á rauðu ljósi... ég myndi koma með flóknari dæmi ef ég væri sjálf með bílpróf! Hérna eru umferðarreglurnar mjög einfaldar, það eru næstum hvergi umferðarljós til að trufla þessa einu reglu sem ég hef tekið eftir: Ekki deyja. Horfðu til beggja hliða, það breytir engu, þú getur áætlað hvað er langt í bílinn en hann mun ekki stoppa og ekki heldur næsti þar á eftir. Þú verður bara að ganga beint yfir götuna, ekki hika, alls ekki stoppa og reyna að deyja ekki. Ef einhver bibar á þig er hann að segja þér að þú eigir ekki að vera hræddur, hann mun bráðum keyra fram hjá þér. Ef þú túlkar það sem að þú sért fyrir honum og hoppar til hliðar þá gætir þú vel lent fyrir bíl þannig að ef þið eruð í umferðinni í Kína skuluð þið passa að taka ekkert tillit til þeirra sem biba á ykkur (og þeir eru ansi margir) heldur hugsa bara "ég ætla ekki að deyja núna, ég er ekkert hrædd(ur), það keyrir líklega enginn yfir mig".
Ég er búin að vera veik og þegar maður er veikur þá er maður pirraður, ég vil endilega skamma ykkur vini mína (að Eddu undanskilinni, hún er frábær) fyrir að hafa ekki sent mér email. Skamm. Skamm. Skamm. Við Dominic erum með svona skemmtilegt silent treatment í gangi, hann byrjaði á því þegar ég sagði honum að hann hefði ekki rétt á að vera ALLTAF pirraður því hann væri ekki fullkominn sjálfur og ég nennni ekki að brjóta ísinn því mér finnst hann hafa verið leiðinlegur í sambúð að undanförnu, vanþakklátur við mig og einstaklega sjálfselskur. Þetta lagast, þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því! :) Höfðuð þið miklar áhyggjur?
Í dag er ég búin að kenna, hjóla, klára eitt module í TEFL, elda og blogga... núna verð ég að fara í sturtu og hvíla mig því ég kenni alla tímana á morgun og vil endilega losna við þennan hausverk áður en ég geri það.
Steini ætlar að koma til Hong Kong í sumar! :) Við ætlum síðan til Tælands saman, ég hlakka svo til að sýna honum líf mitt þarna og skoða nýja staði með honum, ég er viss um að hann muni njóta sín í botn í Asíu og vinir mínir þarna eiga eftir að elska hann! Sumarið verður frábært og það er líka gaman að vera kennari.... :)
Það sem mig langar að segja ykkur frá er kínverskar umferðarreglur. Þið ykkar sem eruð með bílpróf kunnið líklega umferðarreglurnar á Íslandi, hægri umferð, stoppa á rauðu ljósi... ég myndi koma með flóknari dæmi ef ég væri sjálf með bílpróf! Hérna eru umferðarreglurnar mjög einfaldar, það eru næstum hvergi umferðarljós til að trufla þessa einu reglu sem ég hef tekið eftir: Ekki deyja. Horfðu til beggja hliða, það breytir engu, þú getur áætlað hvað er langt í bílinn en hann mun ekki stoppa og ekki heldur næsti þar á eftir. Þú verður bara að ganga beint yfir götuna, ekki hika, alls ekki stoppa og reyna að deyja ekki. Ef einhver bibar á þig er hann að segja þér að þú eigir ekki að vera hræddur, hann mun bráðum keyra fram hjá þér. Ef þú túlkar það sem að þú sért fyrir honum og hoppar til hliðar þá gætir þú vel lent fyrir bíl þannig að ef þið eruð í umferðinni í Kína skuluð þið passa að taka ekkert tillit til þeirra sem biba á ykkur (og þeir eru ansi margir) heldur hugsa bara "ég ætla ekki að deyja núna, ég er ekkert hrædd(ur), það keyrir líklega enginn yfir mig".
Ég er búin að vera veik og þegar maður er veikur þá er maður pirraður, ég vil endilega skamma ykkur vini mína (að Eddu undanskilinni, hún er frábær) fyrir að hafa ekki sent mér email. Skamm. Skamm. Skamm. Við Dominic erum með svona skemmtilegt silent treatment í gangi, hann byrjaði á því þegar ég sagði honum að hann hefði ekki rétt á að vera ALLTAF pirraður því hann væri ekki fullkominn sjálfur og ég nennni ekki að brjóta ísinn því mér finnst hann hafa verið leiðinlegur í sambúð að undanförnu, vanþakklátur við mig og einstaklega sjálfselskur. Þetta lagast, þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því! :) Höfðuð þið miklar áhyggjur?
Í dag er ég búin að kenna, hjóla, klára eitt module í TEFL, elda og blogga... núna verð ég að fara í sturtu og hvíla mig því ég kenni alla tímana á morgun og vil endilega losna við þennan hausverk áður en ég geri það.
Steini ætlar að koma til Hong Kong í sumar! :) Við ætlum síðan til Tælands saman, ég hlakka svo til að sýna honum líf mitt þarna og skoða nýja staði með honum, ég er viss um að hann muni njóta sín í botn í Asíu og vinir mínir þarna eiga eftir að elska hann! Sumarið verður frábært og það er líka gaman að vera kennari.... :)
Sunday, March 18, 2007
Feeling good was good enough for me
Lífið er svo undarlegt, ég er á svo innilega óspennandi stað en samt gerast fyndnir skrýtnir og skemmtilegir hlutir, nokkrar góðar sögur..... á fimmtudaginn fórum við Dom út að borða á sama veitingastað og venjulega í hádegishléinu. Þar var löggan sest niður að staupa hrísgrjónavín á fullu og vildi alveg endilega bjóða okkur í glas, vegna tungumálaörðugleika þá var klukkan orðin of margt til að við gætum drukkið með þeim þetta hádegi en einn daginn munum við enskukennararnir líklega detta í það með löggunni í hádegishléinu.... því það væri fyndið.
Í gærkvöldi ætluðum við til Yun Cheng að ná í pening og fá okkur að borða. Föttuðum ekki að strætó hættir að ganga klukkan 7 og stóðum um 8 leytið eins og þvörur og reyndum að ákveða hvort strætó væri hættur að ganga eða ekki þegar leigubíll stoppar og býður okkur ódýrt far því hann er hvort eð er á leið til Yun Cheng, reyndar var það kona leigubílstjórans sem talaði, hún er enskukennari, þau hafa verið gift í 10 daga! Við borðuðum saman og horfðum líka á vídeó af brúðkaupinu þeirra, ótrúleg heppni að hitta svona yndislegt fólk í gær.
Síðasta sagan er ekki jafn áhugaverð, en mér fannst svo gaman að fá þessa sætu spurningu um Ísland í tíma (skrifaða niður á blað) að ég verð einfaldlega að deila henni með ykkur..... "Are all the people in Iceland as beautiful as you, yes or no?". :)
Í gærkvöldi ætluðum við til Yun Cheng að ná í pening og fá okkur að borða. Föttuðum ekki að strætó hættir að ganga klukkan 7 og stóðum um 8 leytið eins og þvörur og reyndum að ákveða hvort strætó væri hættur að ganga eða ekki þegar leigubíll stoppar og býður okkur ódýrt far því hann er hvort eð er á leið til Yun Cheng, reyndar var það kona leigubílstjórans sem talaði, hún er enskukennari, þau hafa verið gift í 10 daga! Við borðuðum saman og horfðum líka á vídeó af brúðkaupinu þeirra, ótrúleg heppni að hitta svona yndislegt fólk í gær.
Síðasta sagan er ekki jafn áhugaverð, en mér fannst svo gaman að fá þessa sætu spurningu um Ísland í tíma (skrifaða niður á blað) að ég verð einfaldlega að deila henni með ykkur..... "Are all the people in Iceland as beautiful as you, yes or no?". :)
Friday, March 09, 2007
Kamma kennslukona i Kina
Mikið rosalega stuðlar þetta vel!
Hvað þekkið þið marga kennara sem mæta í tíma í converse skóm og diesel gallabuxum? Ekki fleiri en þrjá, það er ég viss um. Mér finnst mjög gaman að kenna. Þetta er allt annað kerfi, krakkarnir eru alls ekki jafn agaðir og ég bjóst við, rétta aldrei upp hönd og vilja helst komast algjörlega hjá því að segja nokkuð upphátt eða svara spurningum, þeim finnst rosalega gaman að endurtaka orð sem ég segi saman í kór til að læra framburðinn. Núna gengur mér bara vel að kenna, veit við hverju ég á að búast og að ég þarf að skipta þeim í hópa og neyða hópinn til að spyrja spurninga í sameiningu. Ég held að ég hafi ekki kennt neinum bekk með færra en 50 nemendum í og aldurshópurinn er 15-20 ára! Sum þeirra eru eldri en ég!!!!!!!!!!!!! Þau eiga öll að vera 17 en það eru rosalega margir á undan og frekar margir á eftir. Nú ætti ég að vera komin í helgarfrí en þar sem það var engin kennsla á mánudaginn verðum við að kenna á laugardaginn í staðinn! Auðvitað, það er líka þannig á Íslandi....
Reyndar er ekki hægt að miða líf nemandanna hérna við lífið á Íslandi. Allir nemendurnir vakna klukkan sex, þá fá þeir 10 mínútur til að þvo sér í framan og bursta tennur, síðan eiga þeir að koma sér út í leikfimi. Klukkan 7 fá þeir líka nokkrar mínútur til að borða morgunverð og fara síðan að lesa, það er lestrartími til klukkan 8. Þá er kínverski þjóðsöngurinn spilaður. 8:10 byrjar fyrsta kennslustundin, eftir tvær 45 mínútna kennslustundir er hálftíma hlé, klukkan 12 er tveggja tíma hádegishlé. Klukkan hálf 4 klárast tímarnir, klukkan hálf sex er matur í matstofunni og klukkan sex er kínverski þjóðsöngurinn spilaður aftur. Þá fara nemendurnir aftur í tíma sem standa til klukkan 9. Klukkan 10 er kínverski þjóðsöngurinn spilaður enn á ný og þá eiga þeir að fara að sofa. Þessi rútína gengur hring eftir hring nema annan hvern sunnudag fá þau einn dag í frí en þá geta þau skemmt sér t.d. við heimanámið! Ímyndið ykkur þetta líf áður en þið kvartið undan skólanum aftur.
Í dag fékk ég hjól, ég held að það sé 15 ára gamalt eða svo og það er alls ekki þægilegt en samt er það hjól þannig að við Dom fórum í hjólreiðatúr, hjóluðum í 2 klukkutíma, tíminn líður svo hratt hérna, það er alveg ótrúlegt! Þó við gerum lítið þá líður hver dagur ótrúlega hratt, í dag keyptum við fullt af ávöxtum. 5 kg vatnsmelónu, tvo ananasa, bananakippu, síðan eigum við durian, jarðarber og papaya... Ég dýrka ávexti!
Á linknum hér fyrir neðan getið þið skoðað myndir af fyrstu íbúðinni minni, ekki alveg það sem ég bjóst við en maður veit aldrei hvað gerist í þessu lífi (er ég nokkuð farin að hljóma eins og mamma? Ég gaf Dominic ráðin "hlustaðu á hjartað þitt" um daginn og þá var ég eins og bergmál frá minni yndislegu mömmu!):
Smá lýsing: Aukaherbergið er með hjólunum í, stofan er frekar litlaus en þar er vatnsvél og sjónvarp, baðherbergið er augljóslega baðherbergi, í sturtunni er eina heita vatnið í þessari íbúð og það er bara á daginn, vaskurinn sem ég tek mynd af með kertaljósi er eldhúsvaskurinn, þar fer allt uppvask fram, síðan má sjá eldunaraðstöðuna mína (ein hella og hrísgrjónasuðuvél,reyndar er líka örbylgjuofn ofan á ísskápnum sem við notum til að hita brauð). Við getum ekki skipt um ljósaperu í eldhúsinu vegna þess að við eigum ekki ljósaperu og við náum ekki upp í loft, það er mjög hátt til lofts í eldhúsinu og þó við stöndum ofan á borðunum okkar þá náum við ekki í ljósaperuna þannig að við verðum að notast við kertaljós á kvöldin. Llitríka græna dæmið í horninu á mínu herbergi með pelíkönum á er fataskápurinn minn!
Mér tekst ekki að setja myndirnar á netið þannig að þetta verður að bíða betri tíma......
***
Every place I go I think of you, every song I sing I sing for you. So kiss me and smile for me, tell me that you´ll wait for me, hold me like you´ll never let me go ´cause I´m leaving on a jet plane, don´t know when I´ll be back again... oh babe, I hate to go! ...
Hvað þekkið þið marga kennara sem mæta í tíma í converse skóm og diesel gallabuxum? Ekki fleiri en þrjá, það er ég viss um. Mér finnst mjög gaman að kenna. Þetta er allt annað kerfi, krakkarnir eru alls ekki jafn agaðir og ég bjóst við, rétta aldrei upp hönd og vilja helst komast algjörlega hjá því að segja nokkuð upphátt eða svara spurningum, þeim finnst rosalega gaman að endurtaka orð sem ég segi saman í kór til að læra framburðinn. Núna gengur mér bara vel að kenna, veit við hverju ég á að búast og að ég þarf að skipta þeim í hópa og neyða hópinn til að spyrja spurninga í sameiningu. Ég held að ég hafi ekki kennt neinum bekk með færra en 50 nemendum í og aldurshópurinn er 15-20 ára! Sum þeirra eru eldri en ég!!!!!!!!!!!!! Þau eiga öll að vera 17 en það eru rosalega margir á undan og frekar margir á eftir. Nú ætti ég að vera komin í helgarfrí en þar sem það var engin kennsla á mánudaginn verðum við að kenna á laugardaginn í staðinn! Auðvitað, það er líka þannig á Íslandi....
Reyndar er ekki hægt að miða líf nemandanna hérna við lífið á Íslandi. Allir nemendurnir vakna klukkan sex, þá fá þeir 10 mínútur til að þvo sér í framan og bursta tennur, síðan eiga þeir að koma sér út í leikfimi. Klukkan 7 fá þeir líka nokkrar mínútur til að borða morgunverð og fara síðan að lesa, það er lestrartími til klukkan 8. Þá er kínverski þjóðsöngurinn spilaður. 8:10 byrjar fyrsta kennslustundin, eftir tvær 45 mínútna kennslustundir er hálftíma hlé, klukkan 12 er tveggja tíma hádegishlé. Klukkan hálf 4 klárast tímarnir, klukkan hálf sex er matur í matstofunni og klukkan sex er kínverski þjóðsöngurinn spilaður aftur. Þá fara nemendurnir aftur í tíma sem standa til klukkan 9. Klukkan 10 er kínverski þjóðsöngurinn spilaður enn á ný og þá eiga þeir að fara að sofa. Þessi rútína gengur hring eftir hring nema annan hvern sunnudag fá þau einn dag í frí en þá geta þau skemmt sér t.d. við heimanámið! Ímyndið ykkur þetta líf áður en þið kvartið undan skólanum aftur.
Í dag fékk ég hjól, ég held að það sé 15 ára gamalt eða svo og það er alls ekki þægilegt en samt er það hjól þannig að við Dom fórum í hjólreiðatúr, hjóluðum í 2 klukkutíma, tíminn líður svo hratt hérna, það er alveg ótrúlegt! Þó við gerum lítið þá líður hver dagur ótrúlega hratt, í dag keyptum við fullt af ávöxtum. 5 kg vatnsmelónu, tvo ananasa, bananakippu, síðan eigum við durian, jarðarber og papaya... Ég dýrka ávexti!
Á linknum hér fyrir neðan getið þið skoðað myndir af fyrstu íbúðinni minni, ekki alveg það sem ég bjóst við en maður veit aldrei hvað gerist í þessu lífi (er ég nokkuð farin að hljóma eins og mamma? Ég gaf Dominic ráðin "hlustaðu á hjartað þitt" um daginn og þá var ég eins og bergmál frá minni yndislegu mömmu!):
Smá lýsing: Aukaherbergið er með hjólunum í, stofan er frekar litlaus en þar er vatnsvél og sjónvarp, baðherbergið er augljóslega baðherbergi, í sturtunni er eina heita vatnið í þessari íbúð og það er bara á daginn, vaskurinn sem ég tek mynd af með kertaljósi er eldhúsvaskurinn, þar fer allt uppvask fram, síðan má sjá eldunaraðstöðuna mína (ein hella og hrísgrjónasuðuvél,reyndar er líka örbylgjuofn ofan á ísskápnum sem við notum til að hita brauð). Við getum ekki skipt um ljósaperu í eldhúsinu vegna þess að við eigum ekki ljósaperu og við náum ekki upp í loft, það er mjög hátt til lofts í eldhúsinu og þó við stöndum ofan á borðunum okkar þá náum við ekki í ljósaperuna þannig að við verðum að notast við kertaljós á kvöldin. Llitríka græna dæmið í horninu á mínu herbergi með pelíkönum á er fataskápurinn minn!
Mér tekst ekki að setja myndirnar á netið þannig að þetta verður að bíða betri tíma......
***
Every place I go I think of you, every song I sing I sing for you. So kiss me and smile for me, tell me that you´ll wait for me, hold me like you´ll never let me go ´cause I´m leaving on a jet plane, don´t know when I´ll be back again... oh babe, I hate to go! ...
Saturday, March 03, 2007
Contact & travelling information
Þetta er heimilisfangið mitt:
Kamma Thordarson, English teacher from Iceland
中国山西省运城临猗县风喜大道 临晋中学 邮编:044100
CHINA
Prentið þetta endilega út, límið á umslög og sendið mér bréf.
GSM númerið mitt er +860 1383 4944 910
GSM númer Doms er +860 1383 4944 510
Heimasíminn okkar er +860 3594 0613 59
Í gær gleymdi Dominic að loka einum glugga og þess vegna er ískalt í íbúðinni okkar, við getum nefnilega ekki stjórnað hitastiginu sjálf, það er annaðhvort slökkt á öllum ofnum svæðisins eða kveikt á þeim. Í morgun vorum við bæði mjög lengi að koma okkur fram úr því það er svakalega kalt. Í gær skrifuðum við undir kennslusamninginn, þar skrifum við sérstaklega undir að við ætlum ekki að skipta okkur af innanlandspólitíkinni í Kína eða reyna að breiða út okkar eigin trú heldur bera virðingu fyrir siðum og trú Kínverja. Samningurinn rennur út 15. júní þannig að við skipulögðum líka ferðalag... Ætlum að ferðast til 20. júlí og þá fer Dominic aftur til Hong Kong, ég ætla að skoða fjárhaginn aðeins betur, mig myndi langa að heimsækja Soffíu en það er alltaf frekar dýrt að fljúga til Indlands. Flugfarið er um 75.000 kr.
Ferðalagið sem við erum byrjuð að skipuleggja en eigum eftir að panta:
Pekín - Bangkok: höfuðborg Tælands, yndisleg borg sem við dýrkum bæði og myndum vera á sama hóteli og síðast (3 nætur) - Pattaya: Myndum gista á Rabbit resort, Dominic þekkir eigendurna og þetta er víst yndislegur staður til að slaka á og njóta lífsins sem við þurfum líklega á að halda eftir marga mánuði hér, hittum líklega mömmu hans Dom þar (8 nætur) - Kambódía: Lítið land sem ég hélt alltaf að væri í Afríku, rosalega ódýrt og vinur okkar mælti með landinu, Dominic á hús þar sem við gistum líklegast í (3 nætur) - Kuala Lumpur: höfuðborg Malasíu sem mér finnst mjög skemmtileg og Dom er líka hrifinn af, ætlum að gista á hosteli (2 nætur) - Langkawi: Hawaii Asíu, strönd og fegurð, góður staður til að kafa á, aftur smá slökun því við erum í miklum ferðalögum, gistum á hosteli (5 nætur) - Balí: Þið þekkið líklega Balí, ætlum að gera Balílega hluti og gistum á hosteli sem er svalt og Dom þekkir staðsetninguna og mælir með henni (7 nætur) - Jakarta: Gistum á 5 stjörnu hóteli og upplifum Jakarta (2 nætur) - Hong Kong...
Þar sem við ferðumst með Air Asia og notum www.asiarooms.com og www.hostelworld.com eða hótel sem Dom þekkir ættu flug, visa og gisting að kosta innan við 120.000 kr og við erum í Suðaustur Asíu þannig að matur er alltaf ódýr. Ætla að athuga þetta betur, kannski þarf ég fleiri sprautur og svona.
Ætlum samt að spara pening, okkur sýnist vel mögulegt að lifa af á 15.000 kr á mánuði og notum því það sem eftir er af mánaðarlaunum okkar í ferðalög innan Kína, förum til Pekínar og hittum Aliina og kærastann hennar þriðju helgina í mars, ætlum í helgarferðir með rútu til Xian, Shaolin og Chengdu. Erum líka að hugsa um að fara til Mongólíu í útreiðatúr í maí þegar við fáum frí í nokkra daga, það er nefnilega ekkert páskafrí hérna.
Þannig að það verður nóg að gera hjá okkur, akkúrat hérna er samt lítið að gera, ég ætla að leggja mig alla fram við enskukennsluna og að læra kínversku, kenni rúmlega 1000 nemendum í hverri viku! Síðan getum við spilað badminton, körfubolta, borðtennis (úti) og hjólað um. Hlakka til að kynnast bænum betur og finn alveg að það var rétt ákvörðun að koma hingað þó ég sakni ykkar vissulega.
Það er vatnsvél í íbúðinni okkar, eins og á mörgum vinnustöðum! Það er kúl.
Kamma Thordarson, English teacher from Iceland
中国山西省运城临猗县风喜大道 临晋中学 邮编:044100
CHINA
Prentið þetta endilega út, límið á umslög og sendið mér bréf.
GSM númerið mitt er +860 1383 4944 910
GSM númer Doms er +860 1383 4944 510
Heimasíminn okkar er +860 3594 0613 59
Í gær gleymdi Dominic að loka einum glugga og þess vegna er ískalt í íbúðinni okkar, við getum nefnilega ekki stjórnað hitastiginu sjálf, það er annaðhvort slökkt á öllum ofnum svæðisins eða kveikt á þeim. Í morgun vorum við bæði mjög lengi að koma okkur fram úr því það er svakalega kalt. Í gær skrifuðum við undir kennslusamninginn, þar skrifum við sérstaklega undir að við ætlum ekki að skipta okkur af innanlandspólitíkinni í Kína eða reyna að breiða út okkar eigin trú heldur bera virðingu fyrir siðum og trú Kínverja. Samningurinn rennur út 15. júní þannig að við skipulögðum líka ferðalag... Ætlum að ferðast til 20. júlí og þá fer Dominic aftur til Hong Kong, ég ætla að skoða fjárhaginn aðeins betur, mig myndi langa að heimsækja Soffíu en það er alltaf frekar dýrt að fljúga til Indlands. Flugfarið er um 75.000 kr.
Ferðalagið sem við erum byrjuð að skipuleggja en eigum eftir að panta:
Pekín - Bangkok: höfuðborg Tælands, yndisleg borg sem við dýrkum bæði og myndum vera á sama hóteli og síðast (3 nætur) - Pattaya: Myndum gista á Rabbit resort, Dominic þekkir eigendurna og þetta er víst yndislegur staður til að slaka á og njóta lífsins sem við þurfum líklega á að halda eftir marga mánuði hér, hittum líklega mömmu hans Dom þar (8 nætur) - Kambódía: Lítið land sem ég hélt alltaf að væri í Afríku, rosalega ódýrt og vinur okkar mælti með landinu, Dominic á hús þar sem við gistum líklegast í (3 nætur) - Kuala Lumpur: höfuðborg Malasíu sem mér finnst mjög skemmtileg og Dom er líka hrifinn af, ætlum að gista á hosteli (2 nætur) - Langkawi: Hawaii Asíu, strönd og fegurð, góður staður til að kafa á, aftur smá slökun því við erum í miklum ferðalögum, gistum á hosteli (5 nætur) - Balí: Þið þekkið líklega Balí, ætlum að gera Balílega hluti og gistum á hosteli sem er svalt og Dom þekkir staðsetninguna og mælir með henni (7 nætur) - Jakarta: Gistum á 5 stjörnu hóteli og upplifum Jakarta (2 nætur) - Hong Kong...
Þar sem við ferðumst með Air Asia og notum www.asiarooms.com og www.hostelworld.com eða hótel sem Dom þekkir ættu flug, visa og gisting að kosta innan við 120.000 kr og við erum í Suðaustur Asíu þannig að matur er alltaf ódýr. Ætla að athuga þetta betur, kannski þarf ég fleiri sprautur og svona.
Ætlum samt að spara pening, okkur sýnist vel mögulegt að lifa af á 15.000 kr á mánuði og notum því það sem eftir er af mánaðarlaunum okkar í ferðalög innan Kína, förum til Pekínar og hittum Aliina og kærastann hennar þriðju helgina í mars, ætlum í helgarferðir með rútu til Xian, Shaolin og Chengdu. Erum líka að hugsa um að fara til Mongólíu í útreiðatúr í maí þegar við fáum frí í nokkra daga, það er nefnilega ekkert páskafrí hérna.
Þannig að það verður nóg að gera hjá okkur, akkúrat hérna er samt lítið að gera, ég ætla að leggja mig alla fram við enskukennsluna og að læra kínversku, kenni rúmlega 1000 nemendum í hverri viku! Síðan getum við spilað badminton, körfubolta, borðtennis (úti) og hjólað um. Hlakka til að kynnast bænum betur og finn alveg að það var rétt ákvörðun að koma hingað þó ég sakni ykkar vissulega.
Það er vatnsvél í íbúðinni okkar, eins og á mörgum vinnustöðum! Það er kúl.
Thursday, March 01, 2007
Kamma i Kina
Nu er eg svo sannarlega i Kina. Hefdi getad sleppt ollum skartgipum og finum fotum og verid i godum malum, her verda fa taekifaeri til ad nota thau byst eg vid. Ibudin er frekar stor fyrir okkur Dom, vid erum anaegd med thad, vid verdum anaegdari thegar kinversku adstodarkennarar okkar flytja ut. Thurfum lika ad kaupa alla skapa og svona lagad en thetta verdur flott held eg. Getum farid med rutum til annarra borga i Kina og eg byst vid thvi ad vid munum gera thad ospart. Eg er vist med internetid heima, ibudin min er nefnilega a skolalodinni!!! Allir nemendur og kennarar bua a skolalodinni thvi skolinn er fyrir utan baeinn sem hann er i (sem er baer nalaegt Yun Cheng i Shang Xi heradi). Fyrir ykkur sem hafa ahuga a ad heimsaekja mig tha er thetta svo sannarlega god leid til ad upplifa hid raunverulega Kina og vid erum med aukaherbergi. Aetla ad reyna ad laera Mandarin ASAP, tho thad se stud ad leika ad madur vilji kaupa handklaedi, fotu, tuskur, thvottaefni o.s.frv.
Gudi se lof hvad eg er nu god i actionary!
Enskukennararnir tala ekki einu sinni ensku....
Thad eru 4000 nemendur og 40-50 i hverjum bekk, vid kennum 22 / 24 bekkjum a viku, alltaf sama namsefnid, alltaf nyr bekkur... Byrjum ad kenna a manudaginn, thangad til aetlum vid ad vinna i thessari ibud og reyna ad venjast thessu lifi.
Gudi se lof hvad eg er nu god i actionary!
Enskukennararnir tala ekki einu sinni ensku....
Thad eru 4000 nemendur og 40-50 i hverjum bekk, vid kennum 22 / 24 bekkjum a viku, alltaf sama namsefnid, alltaf nyr bekkur... Byrjum ad kenna a manudaginn, thangad til aetlum vid ad vinna i thessari ibud og reyna ad venjast thessu lifi.
Subscribe to:
Posts (Atom)