Saturday, December 16, 2006

Myndir frá dimission



Ég var ekki með myndavél og enginn vina minna hefur sent mér myndir þó nokkrir hafi lofað því þannig að ég steingleymdi þessu. Ég fann hinsvegar myndir af okkur á netinu, okkur sem dimitterum saman og hér megið þið sjá dalmatíuhundana Kömmu, Kötlu og Magga ásamt prinsessu sem heitir Helena! :)

Be careful what you pretend to be because you are what you pretend to be. (Kurt Vonnegut)

Þetta er yndislegt frí, í gær fór ég í atvinnuviðtal, svaf, vann í árbókinni í nokkra tíma - bara skipulagsvinnu og fór í geðveikt partí! Það var ótrúlega frábært og skemmtilegt, ég vil endilega þakka Rúnari fyrir boðið og óska honum til hamingju með að þekkja svona skemmtilegt fólk! Í dag hef ég ekkert gert nema sofið og lesið og bíð nú eftir Steina...... Ekkert stress, ekkert vesen! :)

Friday, December 15, 2006

tilveran

Í gær kláraði ég prófin, þá er þessu lokið.
Síðan fór ég í jarðarför Gauju, hún var 99 ára og hafði skipulagt jarðarförina sína í 20 ár, ég held að hún hafi verið ánægð að fá að deyja. Samt elskuðu hana margir og hennar verður saknað, ég er þeirra á meðal. Mér fannst svo fallegt sem hún sagði við prestinn um jarðarförina "Þú þarft ekkert að tala um mig, bara þakka, þakka öllum sem hafa verið mér góðir, þakka, þakka og þakka". Yndisleg manneskja.