Ég vann í Ungfrú Ísland í fyrradag. Ég var í vinnunni og tók síðan eftir því að það voru margar sætar stelpur uppi á sviði. Ég hugsaði með mér "þarna ætti ég að vera" og skellti mér upp á svið. Sem betur fer var ég með bikiníið með mér því ég er náttúrulega svo mikill heimsborgari að ég geng um með bikiní, penna og handklæði.
Allavega, kvöldið leið og ég vann! :)
Fyrir ykkur sem hafið aldrei áður lesið bloggið mitt og hafið ekki talað við mig síðasta mánuðinn þá var ég að koma heim úr Londonferð með 3 góðum vinum. Reyndar vil ég spyrja ykkur: Afhverju eruð þið að lesa bloggið mitt núna? Þið þekkið mig greinilega ekki neitt! Ferðin var fín, öðruvísi en aðrar Londonferðir, minna verslað og minna djammað en meira af túristadóti og djassi. John og Daisy komu og hittu okkur sem mér fannst mjög skemmtilegt, alltaf gaman að hitta gamla vini! Strákarnir blekktu engan þegar þeir töluðu ensku, það var mjög greinilegt að um Íslendinga er að ræða. Jói sagðist t.d. vera "with the wine" þegar hann vildi engan drykk með matnum og Sindri bað um "coke from a crane". Yndislegir! Gutti stóð sig reyndar vel.
Ég myndi segja ykkur frá herbergisfélögum okkar ef ég vissi almennilega hverjir það voru. Í hvert skipti sem við fórum út var kominn ný manneskja í herbergið. Það er mjög óþægilegt að opna hurð án þess að hafa nokkra hugmynd um við hverjum maður á að búast hinu megin. Sérstaklega fór ein malaísk stelpa í taugarnar á okkur því hún hvarf og kom alltaf aftur seinna.
Ég byrja að vinna á mánudaginn og þangað til verða útskriftarveislur hægri vinstri. Ég fór einmitt með Steina í útskriftarveislu hjá Hjalta, æskuvini hans, í dag. Ég gekk óvart á krakka. Gott first impression. Mjög gott.
Friday, May 26, 2006
Tuesday, May 16, 2006
In the summertime when the feeling is right, you and me we´re going to touch the sky!
Ég er komin í sumarfrí!
Ég er komin í sumarfrí!
Ég er komin í sumarfrí!
Þvílík gleði, þvílíkt veður, þvílíkt sumar.... ég fagnaði komu sumarsins með því að hjálpa Láru aðeins í stærðfræði en hún og Begga eru báðar að fara í stúdentspróf í stærðfræði á morgun. Ég er aftur á móti að fara til London á morgun.
Svona er að velja MR. Maður verður bara lærandi meðan vinir manns eru í útlöndum.
Ég get svosem ekki sagt mikið þar sem ég hef verið einni helgi og tveimur dögum lengur en flestallir vinir mínir (þeir sem ösnuðust ekki til að fara í MR þ.e.a.s.), það eina sem hefur haldið mér gangandi er óendanleg fegurð Íslands (sem er einmitt mjög áhugaverð og falleg út um gluggann í miðjum prófum) og stuðningur vina og vandamanna. Sérstaklega var Jóhann Birkir góður við mig og sagði mér að ég held 14 sinnum að hann væri búinn í prófum, að hann gæti djammað, að hann gæti sofið en ég ætti ekki bara eitt heldur TVÖ próf eftir. Hann er góður vinur.
Ég bjóst ekki við betri framkomu frá Steina en hann kom til mín með sumarblóm og súkkulaði til að ég myndi muna að sumarið væri rétt handan við hornið og gæti haldið mér við lærdóminn. Þúsund æðislegurkærasti-stig fyrir það. :)
Nú er sumarið semsagt komið, klikkað ball í kvöld og London (baby) á morgun!!!!!
Ég er komin í sumarfrí!
Ég er komin í sumarfrí!
Þvílík gleði, þvílíkt veður, þvílíkt sumar.... ég fagnaði komu sumarsins með því að hjálpa Láru aðeins í stærðfræði en hún og Begga eru báðar að fara í stúdentspróf í stærðfræði á morgun. Ég er aftur á móti að fara til London á morgun.
Svona er að velja MR. Maður verður bara lærandi meðan vinir manns eru í útlöndum.
Ég get svosem ekki sagt mikið þar sem ég hef verið einni helgi og tveimur dögum lengur en flestallir vinir mínir (þeir sem ösnuðust ekki til að fara í MR þ.e.a.s.), það eina sem hefur haldið mér gangandi er óendanleg fegurð Íslands (sem er einmitt mjög áhugaverð og falleg út um gluggann í miðjum prófum) og stuðningur vina og vandamanna. Sérstaklega var Jóhann Birkir góður við mig og sagði mér að ég held 14 sinnum að hann væri búinn í prófum, að hann gæti djammað, að hann gæti sofið en ég ætti ekki bara eitt heldur TVÖ próf eftir. Hann er góður vinur.
Ég bjóst ekki við betri framkomu frá Steina en hann kom til mín með sumarblóm og súkkulaði til að ég myndi muna að sumarið væri rétt handan við hornið og gæti haldið mér við lærdóminn. Þúsund æðislegurkærasti-stig fyrir það. :)
Nú er sumarið semsagt komið, klikkað ball í kvöld og London (baby) á morgun!!!!!
Monday, May 08, 2006
JESS!!! VÚHÚ!!! LOKSINS LOKSINS!!!!!!!!!!
Saturday, May 06, 2006
Funkadelic
Þetta var æðislegt, svo ég haldi áfram á sömu braut og þegar ég hætti að skrifa síðast. Sunny kom og tók allan tímann minn, mikið rosalega er hann skemmtilegur. Hann er svo góður og það er ótrúlega þægilegt að vera nálægt honum, allir elskuðu hann að sjálfsögðu og hann skemmti sér mjög vel. Nú hlakka ég til að hitta hann aftur í sumar og er fegin að hann kom og hvað það var gaman að fá hann. Hann kallaði foreldra mína bara "mamma" og "pabbi" sem var mjög sætt enda er hann sætur gaur og ekki við öðru að búast. Síðan fóru foreldrar mínir í TBH ferð til Írlands og skemmtu sér konunglega, ég naut þess í botn að vera ein heima en gleymdi aðeins próflestrinum. Nú finn ég fyrir því þar sem prófin eru byjuð og þau eru mörg. Mottó mánaðarins er "þetta reddast". Foreldrar mínir eru komnir heim núna og gáfu mér fullt af vörum merktum Guinnes. Mér finnst gaman að fara merkt bjórtegund í próf.
Ég hitti frændsystkini mín á Sólvallagötunni um daginn, það var mjög gaman, þau eru sæt og skemmtileg. Þetta er náttúrulega ættgengt *dustar af jakkanum*.
Bráðum kemur sumarið og það verður Sumarball MH. Ég býst við að fara á það en fer allavega til London næsta dag með Jóa, Gutta og Sindra. Höddi beilaði og verður því nefndur Beiler héðan í frá.
Nú fer ég að drekka kaffi með foreldrum mínum og fíla mig sem fullorðinn einstakling.
Fyrst ætla ég samt að benda ykkur á bls. 40 í Sjónvarpsdagskrá þessa mánaðar þar sem það eru gáfuleg ráð fyrir ástmær. "Aldrei segja honum..."
*... að þú hafir verið skotin í vini hans áður en þið byrjuðuð saman.
Ég er svo fegin að lesa þetta því annars myndi ég pottþétt missa svona upplýsingar útúr mér næst þegar ég hitti kærastann minn. Ég myndi líka deita vin gaurs sem ég væri hrifin af, það meikar sense. (ATH. Sumt sem ég skrifa er meint í kaldhæðni).
Ég hitti frændsystkini mín á Sólvallagötunni um daginn, það var mjög gaman, þau eru sæt og skemmtileg. Þetta er náttúrulega ættgengt *dustar af jakkanum*.
Bráðum kemur sumarið og það verður Sumarball MH. Ég býst við að fara á það en fer allavega til London næsta dag með Jóa, Gutta og Sindra. Höddi beilaði og verður því nefndur Beiler héðan í frá.
Nú fer ég að drekka kaffi með foreldrum mínum og fíla mig sem fullorðinn einstakling.
Fyrst ætla ég samt að benda ykkur á bls. 40 í Sjónvarpsdagskrá þessa mánaðar þar sem það eru gáfuleg ráð fyrir ástmær. "Aldrei segja honum..."
*... að þú hafir verið skotin í vini hans áður en þið byrjuðuð saman.
Ég er svo fegin að lesa þetta því annars myndi ég pottþétt missa svona upplýsingar útúr mér næst þegar ég hitti kærastann minn. Ég myndi líka deita vin gaurs sem ég væri hrifin af, það meikar sense. (ATH. Sumt sem ég skrifa er meint í kaldhæðni).
Subscribe to:
Posts (Atom)