Wednesday, October 19, 2005

Æðislega æðislega æðislega líf



Eftir frábæran dag, yndislegar stundir með Beggu og Jonna á Kaffi Mokka og í hinum ýmsu búðum að versla. Versla gjafir handa Jóa, sem er mér kær sem bróðir. Eftir þennan frábæra dag tók ég strætó heim. Þar sat ég fyrir aftan tvær gelgjur. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta voru gelgjur því 1) Ég ætti að þekkja það. 2) Önnur þeirra talaði UM símann sinn í 17 mínútur. Hann er sko alltaf að hringja og hún fær ekki að sofa og þúst hún getur ekki slökkt á honum því þá halda allir að hún sé í fýlu eða eikka!!! Það var eitt sem þessar gelgjur sögðu sem mér fannst samt svolítið fyndið. Það var hve fyndið það væri ef þær segðu alltaf "ja-á" en ekki já. Síðan þegar fólk spyrði "Hver er kækurinn þinn?" eða "ertu með kæk?" myndu þær alltaf segja "ja-á". Í sjálfu sér fannst mér þetta alls ekki sniðugur brandari hjá þeim, langt frá því. Spurningin finnst mér hins vegar frumleg og góð og spyr því lesendur mína:

Hver er kækurinn þinn?

No comments: