Sunday, October 16, 2005

Gömul sál



Mér fannst ég einstaklega sniðug í gær þegar ég sagði Eddu að hún væri "gömul sál", mér fannst það fyndið vegna þess að fólk sem talar svona er oftast gaga. Begga hringdi í mig í gær og spurði hvað ég ætlaði að gera um kvöldið (=fara út að borða kínverskan með mömmu og hitta Össur), síðan spurði ég Beggu hvað hún ætlaði að gera. Henni var boðið í 2 partí en vildi heldur hitta mig. Þetta er ómetanlegt hrós þó svo að annað partíið hafi verið Konditori partí og í hinu áfengi þá finnst mér þetta sætt. Mjög sætt. Síðan þegar við Össur vorum að ræða málin þá komst ég að þeirri niðurstöðu (sem Össuri fannst mjög svo áhugaverð) að mér finnst miklu skemmtilegra að vera með góðu vinum mínum en djamma. Þess vegna ætla ég að loka mig af frá umheiminum (á fjórðu hæð, Háaleitisbraut 109) og bíða eftir að góðu vinir mínir finni mig. Ég bíð!

No comments: