Saturday, August 27, 2005

úúú

Ég reyni að fara á busaballið. Vá, frábært lineup á Broadway, Búdrýgindi, Hjálmar og my favourite... Páll Óskar (DJ). Ég fer og hvet ykkur öll (menntskælingana sem lesa þetta) til að koma með mér. Þetta verður klikkað.
Í gær horfði ég á mynd með Beggu og Eddu. Í þeirri mynd var margt sætt en það sem mér fannst rómantískast og grét og grét vegna er að hann sendi henni eitt bréf á dag í heilt ár eftir að hún fór. Hún svaraði engu þeirra en samt hélt hann áfram - 365 bréf. Þetta myndi ég kalla ást.
Í dag komst Gunni áfram í næsta riðil í Icelandic Idol. Hahaha. Ég vona að hann fari í sjónvarpið svo ég geti horft á hann án þess að þurfa að vakna klukkan 7 á sunnudagsmorgni. Á morgun fer ég kannski í sumarbústað með Beggu og Eddu og e.t.v. fl. MR-stelpum og þá munu stelpurnar útbúa vöfflur.

1 comment:

gohang said...
This comment has been removed by a blog administrator.