Saturday, August 27, 2005

úúú

Ég reyni að fara á busaballið. Vá, frábært lineup á Broadway, Búdrýgindi, Hjálmar og my favourite... Páll Óskar (DJ). Ég fer og hvet ykkur öll (menntskælingana sem lesa þetta) til að koma með mér. Þetta verður klikkað.
Í gær horfði ég á mynd með Beggu og Eddu. Í þeirri mynd var margt sætt en það sem mér fannst rómantískast og grét og grét vegna er að hann sendi henni eitt bréf á dag í heilt ár eftir að hún fór. Hún svaraði engu þeirra en samt hélt hann áfram - 365 bréf. Þetta myndi ég kalla ást.
Í dag komst Gunni áfram í næsta riðil í Icelandic Idol. Hahaha. Ég vona að hann fari í sjónvarpið svo ég geti horft á hann án þess að þurfa að vakna klukkan 7 á sunnudagsmorgni. Á morgun fer ég kannski í sumarbústað með Beggu og Eddu og e.t.v. fl. MR-stelpum og þá munu stelpurnar útbúa vöfflur.

Wednesday, August 24, 2005

Kamma returns to MH

Jæja, þá er skólinn byrjaður og ég að sjálfsögðu orðin veik. Önnin virðist ætla að vera heldur erfið en það tekur því ekki að kvarta og kveina, hún verður hvort eð er erfið… Það styttist í Busaballið og ég get ómögulega ákveðið mig, langar mig eða langar mig ekki á þetta ball? Helmingur gesta verða svokallaðir busar og vinir þeirra, að veltast um dauðadrukknir og eflaust margir að smakka áfengi í fyrsta skipti. Þetta er svo augljós staðreynd að m.a.s. kennarar hafa heyrst segja “Ölvun ógildir miðann þannig að þið munið að bera ykkur vel þegar þið komið inn”.. Trabant heldur uppi fjöri og það verður eflaust dansað… þetta er freistandi. Ég ætla ekki að taka ákvörðun strax, ekki þegar ég ligg uppi í rúmi og reyni að hætta að vera veik. Hugarorkan virðist ekki vinna bug á kvefinu, ekki enn sem komið er en ég ætla mér ekki að gefast upp.
     Ég sit nú á nýju borði, Annað Borð Frá Matsölu, eins og ég kýs að kalla það. Þetta geri ég augljóslega eingöngu vegna þess að móðir mín kær sat þarna á sínum menntaskólaárum og ég vil halda í fjölskylduhefðir. Næsta ár ætla ég að reyna að finna borð föður míns og sitja þar.
     Eftir skóla fór ég í Íslandsbanka og sótti um debitkort og kredit-plús-kort. Ég verð nefnilega að hafa aðgang að launum mínum, laun mín fyrir 10-11 klst vinnu á dag, alla daga síðustu tveggja vikna… “If I were a rich girl, tralalalalalalalalala”… smá útúrdúr.
     Mig langar til útlanda, það er svona hefðbundinn skólabyrjunarfílingur. Mig mun samt langa meira til útlanda þegar tekur að líða á önnina og kennarar ætlast til að ég skili eðlis- og efnafræðiskýrslum, heimadæmum í stærðfræði, heimspekiritgerðum, stjörnufræðiverkefnum og fari í munnleg frönskupróf. Þá mun ég reyna að flýja land. Ekki reyna að stoppa mig.

Wednesday, August 17, 2005

Smá væmniskast í tilefni sumarloka.



Í þessum heimi er til fólk sem ég hef litið upp til frá barnæsku. Sem dæmi má nefna Huldu og Eggert eða Einar Sveinbjörns og Soffíu, Huldu Hrönn, Sigga Toll og Nönnu, Afa og Ömmu, Önnu Rós og Harald, Einar og Guðrúnu, Dóra… Fólk sem fjölskyldan mín þekkti og hitti meðan við bjuggum í Englandi, folk sem ég man enn eftir frá Englandi.

Mér finnst yndislegt að sjá þau aftur, 10 árum síðar og fatta að ég lít enn upp til þeirra. Ég horfi á þau aðdáunaraugum og gleymi mér í minningunum, það er áratugur liðinn síðan ég man eftir því að liggja með hausinn hangandi fram á borð, alveg að sofna – að reyna að halda mér vakandi til að heyra áhugaverðu samtöl fullorðna fólksins. Frábært fólk.

Nú hafa reyndar fleiri bæst í hóp þeirra sem ég elska og dái, Valgerður og Grímur, Dóri og Anna Dóra, Olga, Dóra, Sigrún, Raggi.. Ég get ekki talið alla upp.

Ég er heppin að hafa svona folk í lífinu og það sem ég er þakklátust fyrir er hve æðislegir mínir vinir eru. Meðan ég var í Hong Kong var ég orðin hrædd um að minningar mínar hlytu að vera dæmi þess að “fjarlægðin gerir fjöllin blá” vegna þess að folk er ekki svona fullkomið... Þau eru það víst. Margir sætari en áður og öll jafn fyndin, skemmtileg, góð, kaldhæðin og trú.

Ég er einlæglega þakklát fyrir að þekkja svona gott fólk. Þið sem segið að ég sé alveg eins og mamma mín, þakka ykkur fyrir, ég er ánægð með að velja mér jafn góða vini og foreldrar mínir hafa gert í lífinu.

So far, so good!

Thursday, August 11, 2005

Tine is my boss....



Mér finnst ótrúlega fyndið að Edda sjái um innkaupina á Kaffi Konditori. Hvað vantar í samlokurnar og saladið? Jú... einmitt! Túnfisk!!! Þannig að Edda pantaði 900 kg af túnfiski. Nú veltum við fyrir okkur hvar við eigum að geyma hann og hvernig við getum skorið hann. Ég veit ekki afhverju ég segi "við", ekki kann ég á túnfisksskerivélina!

'I missed your coffee on the floor'

"Ég ætla að fá birkibrauð"
"Viltu það með eða án birkis?"

"Kemst ég á klósett hjá þér?"
"Já, viltu croissant?"

"Ég ætla að fá latté til að taka með"
"Já, eitthvað fleira?"
"Foccacia samloku"
"Viltu ekki líka fá hana til að taka með?"
"Nei, ég ætla bara að skilja hana eftir"

"Er þetta ekki alvöru rjómi?"
"Nei, þetta er gervirjómi, alvöru rjóminn er því miður búinn!"
"Fæ ég ekki alvöru rjóma? Mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt....."
"Ég skal hafa það í huga!"
...
"Afsakið fröken! Mér finnst þetta hneykslanlegt, hvað ætlarðu að gera í þessu?"
"Ekkert."

"Heyrðu... geturðu nokkuð aðeins hjálpað mér með kassann?" (=Nýja stelpan)
"Nei!" (=Kamma sem er ótrúlega fyndin og vanmetinn húmoristi)

"Hey Tine, ég er að fara í bíó... mátti ég ekki alveg taka pening úr kassanum?"



Hver segir að ég sé ekki góður starfskraftur?
Ég er mjög hrifin af starfinu mínu en vá, vá, vá, vá! VÁ hvað ég hlakka til að byrja aftur í MH. MH sem skráði mig í annað ár í frí en sem betur fer sigaði ég Þórunni Höllu á þá og fékk skólavist.

Um daginn settist ég niður með foreldrum mínum og við ræddum málin. (Svona samtöl byrja iðulega á því að pabbi leggur sleggjuna frá sér og segir "Kamma, eigum við að ræða um tilfinningar?"). Öll fjölskyldan var sammála um eitt,Greenpeace meðlimir ættu að skella sér í "swim with a walrus" túr.