Saturday, July 30, 2005

Ísland, gamla Ísland!



Fólk spyr mig hvort það sé ekki erfitt að koma heim.
Auðvitað er ekki erfitt að koma heim.
Það er erfitt að vera ekki í Hong Kong.
Það er erfitt að vera ekki hjá vinum mínum og fjölskyldu þar, það er erfitt að borða aldrei með prjónum og það er erfitt að vita að lífið verður aldrei eins og það var þetta ár. Það er líka erfitt að vita ekki hvenær eða jafnvel hvort ég sjái nokkra vini mína aftur.
En það er allt annað mál.
Það er æðislegt að vera komin heim.
Ég elska Ísland, Íslendinga og íslenska tungu.
Mér líður vel!

No comments: