Thursday, July 08, 2004
If you love something, set it free - if it comes back to you it´s yours; if it doesn´t - it never really was!
Alltaf gaman að "lifelessons" frá mömmu, nemar þegar þær koma í runum og maður situr undir klukkutímalöngum runum um ekki neitt. En lífið er yndislegt og mamma dýrkar mánudaga og tannlækna, hún er ekki "go with the flow" týpan.
Metallica voru án efa sveittustu tónleikar sem ég hef farið á. Þið vitið öll hve sveittir þeir voru - það rigndi inni, það rigndi SVITA. Auk þess ofþornaði hálft A svæðið. Oj bara.
En vá. Vá! Þvílík stemning, þvílíkir tónleikar! Þetta var frábært! Ég steig á trommukjuða. Ég hefði náð honum ef gaurarnir við hliðina á mér hefðu ekki tekið í sitt hvorn enda og hent mér upp í loftið. Þeir fóru síðan í slag og ég lét mig hverfa. Ég var örlítið skelkuð en ekkert miðað við þegar það leið yfir gaurinn fyrir framan mig og ég greip hann. Úff, þungur gaur. Ég náði líka gítarnögl sem ég gaf Jóa. Hann var ánægður :) Gæslan á þessum tónleikum var dularfull, Svanhvít Sif fékk ekki að fara inn með armband því það var "vopn" en pabbi rölti inn með vasahníf. Gutti heldur að þeir hafi tekið af honum vasahnífinn en hann einfaldlega horft á þá þangað til þeir skiluðu honum!
Langt síðan ég hef skrifað um Jóa, ég komst að því að ég er með Jóa magnet því ég fann hann á Deep Purple og á Metallica! Það verður að teljast ansi gott. Í stuttu máli sagt þá voru þetta ÆÐISLEGIR tónleikar og þeir sem héldu að þeir yrðu slappir ættu bara að fara heim til sín að hugsa.
"Þið Jói munið enda saman" - þetta er setning sem ég hef heyrt of oft. Mamma, vinir hennar, frændsystkini... ok ok, whatever! En þegar kærastinn manns (afsakið - fyrrverandi kærasti*) segir þetta þá verður maður hræddur.
Edda fékk vinnu! Ég samdi atvinnuumsókn fyrir hana og hún fékk vinnuna strax. Ég er svo ánægð fyrir hennar hönd og montin fyrir mína... hún hefði reyndar fengið vinnuna hvort eð er því hún hentar svo vel í starfið.
Þið getið fundið hana í vetur á IÐU - sem er í TopShop húsinu.
Placebo voru geðveikir. :) Ég er náttúrulega búin að hlusta óendanlega mikið á þá undanfarið og ég komst alveg alveg ALVEG fremst! Ég og Begga vorum í góðum fíling!
Vó vó vó ég var næstum því búin að gleyma því að ég fékk fjölskyldu í Hong Kong! :) "Kamma Ho" hljómar vel. Grímur kom samt með bestu hugmyndina að því hvað ég ætti að vera kölluð héðan í frá: Kamma Ho-rdarason. Fólkið sem ég mun búa hjá eru arkítekt og innanhúshönnuður, eiga 3ja ára stelpu og 5 ára strák og öll fjölskyldan er ótrúlega sæt. Hlakka þvílíkt mikið til og mér líst ótrúlega vel á þau!
Framundan er kirkjugarðapartí, kveðjupartí JóaB/afmælisveisla Hödda og svo fara foreldrarnir til Vopnafjarðar! :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment