Saturday, July 24, 2004

Jarðafarapartíið var hálfflippað.
Ég hef aldrei fengið jafn mikið diss fyrir að vera í ljótum bol.
Það er hugsanlega ástæða fyrir því.... (athugið líka hve mikill Jói er á þessari mynd :)

En þetta var flott, ekki jafn brjálað og það síðasta og í þetta skipti kynntist maður nýju fólki ;)
Kíktum síðan á Devitos, röltum niður Laugarveginn og komum okkur síðan heim.
Annars kíkti ég á kjallaraíbúðina hennar Beggu í dag (vantar bara eldhús) = mjög fine! :D
Jói eldaði líka kjúkling handa okkur Beggu og henti okkur síðan út.
(Ástæða : Hjálmar var að koma í heimsókn!) 

 

Tuesday, July 20, 2004

Hold me when I´m here, love me when I´m gone...



Þennan mann sé ég á hverjum degi!

Hann stendur alltaf við sömu gatnamót með skiltið sitt og er með þessari líka frumlegu aðferð ð mótmæla því að hann geti ekki látið skrá í þjóðskrá að hann hafi afneitað skírn sinni. Áhugaverður maður, sendi öllum þingmönnum og prestum landsins bréf þess efnis að hann vildi fá að afneita skírn sinni (löngu búinn að segja sig úr Þjóðkirkjunni) og af öllum okkar þingmönnum svöruðu honum aðeins 2. Þeir sögðu nei.

Í dag varð ég skelkuð, ég var að setja póst inn um lúgu (því ég vinn sem bréfberi...) og hlusta á tónlist (því foreldrar mínir ólu mig upp sem poppara og þá meina ég ekkert "pop corn" neitt). Ég heyrði hljóð, hljóð sem ég kannast við. Jú þetta var gelt, áreiðanlega svona lítill hundur sem maður er aldrei viss hvort maður eigi að stíga á eða forðast. Skyndilega finn ég andardráttinn á hendi minni og heyri þegar tennur ógnvekjandi hunds bíta göt á bréfin sem ég var að láta inn og ég missi samstundis takið á þeim.... Eftir þetta "near death experience" hélt ég áfram að bera út.

Í einu húsanna sem ég ber út í er gömul kona sem er alltaf rétt fyrir utan dyrnar í garðinum sínum, ég sé hana aldrei fyrr en ég er komin alveg upp að dyrum en hennar vegna hef ég ákveðið að hætta að syngja upphátt með lögunum sem ég hlusta á í vinnunni. Greyið konan fékk næstum hjartaáfall þegar ég labbaði upp að dyrunum öskrandi "She fucking hates me, lalalalalala".

Flottasti bíll sem ég hef séð á ævinni (sorry mamma) er án efa gulur Trabant með rauðum leðursætum, ég elska þennan bíl. Því miður fyrir mig eru Trabantar víst úr "cardboard" og því ekki sérlega góð fjárfesting. Ég er samt ástfangin.

Mér finnst erfitt að trúa því að JóiB sé nú á Nýja Sjálandi. Ég man hve hissa Lára var þegar ég sýndi henni á korti hve langt í burtu Nýja Sjáland væri. Henni fannst eins og það væri aðeins lengra en til Danmerkur. Jói, Lára og ég erum nú komin með sameiginlegt blogg, "Skiptinemablogg" - slóðin er www.farfuglarnir.blogspot.com (linkurinn hjá mér er efstur og heitir "Skiptinemarnir 3") og síðan setjum við myndir inn á www.skiptimyndir.blogspot.com !

Ég spjallaði við Bippa á leiðinni heim í dag, Stebbi frændi hans er fífl en skondið fífl. Drengurinn er á skilorði fyrir að stela bíl og keyra hann síðan of hratt undir áhrifum vímuefná síðustu Verslunarmannahelgi. Hann hringdi í Bippa um daginn til að athuga: "Ef ég ber mann með vopni - er það brot á skilorði?" - Á Metallica stal hann sama bíl og var í þetta skipti fullur (gott að hafa smá tilbreytingu), eftir að hafa velt honum og tekist að redda því keyrði hann á grindverk. Lögreglan var nálægt og kom og spjallaði aðeins við hann:

Þú veist þú færð punkta fyrir að keyra fullur?
... Slepp ég þá ekki alveg? Því ég er ekki með bílpróf!

Ég á oft erfitt með að trúa að svona fólk sé til. Mig myndi langa að lesa bókina sem Palli er að hugsa um að skrifa um þennan dreng og heimskulega hluti sem hann gerir.

Nú er ég búin að eyða þónokkrum tíma við að spjalla við vinnufélaga minn hann Jón Símon og því ætla ég að benda ykkur á bloggið hans: www.folk.is/jon_simi . Ég held að Gutti muni skemmta sér konunglega yfir vísindahorninu.

Úúúú ég fór til Gutta í gær og fletti Lifandi Vísindi, þar stóð að læknar hafa fundið upp samfesting sem bjargar mannslífum. Mér finnst það hrein snilld, það er eitthvað við samfestinga sem er fyndið. Sérstaklega þegar pör eiga eins samfestinga. Hahahahhaa :) Já, þess ber að minnast að Begga og Gutti eru hér með, opinberlega, kjallararottur!

Eftir 5 vinnudaga munum við Begga fljúga til Englands. Við ætlum að vera þar yfir Verslunarmannahelgina og síðan ca. viku og þá komum við heim - útúrdjammaðar og búnar að kaupa allt sem okkur datt í hug. Þetta verður "fabulous".

Því miður gat ég ekki þegið að taka einn túr á varðskipi sökum þessarar ferðar okkar Beggu. Þegar ég var að væla yfir því í hádegishléinu sagði Hrafnhildur: "Á varðskipi? Er það ekki hundleiðinlegt?". Kamma: "Nei það er ótrúlega skemmtilegt, það er aldrei leiðinlegt á varðskipi". Gutti: "Það er aldrei leiðinlegt hjá Kömmu*". Jói: "Einmitt, okkur fyndist þetta áreiðanlega drepleiðinlegt".

Ég var að fatta að á varðskipi átti ég "stundir með sjálfri mér" eins og Begga heldur að ég hafi aldrei átt - mér finnst ég ekki sérlega skemmtilegur félagsskapur. Eiginlega komin með leið á mér eftir að hlusta á hugsanir mínar í margar klst. í vinnunni - í fyrradag eyddi ég 3 klst. í að hugsa um hvernig ég ætti að elda matinn handa mér, Beggu, Jóa og Hödda til þess eins að þurfa ekki að hlusta á sömu hugsanirnar aftur og aftur og aftur. Guði sé lof fyrir tónlist.

Ættarmótið á Vopnafirði var ROSALEGA skemmtilegt. Frábært fólk (enda skylt mér - he he he). Kynntist einni frænku (við erum hálfsystkinabörn!) og einum frænda (þremenningar eða fjórmenningar). Hún (Erna) er 2 áruðm yngri og í Garðaskóla, hann (Jóhann - dýrka stráka sem heita þessu nafni) er einu ári eldri og í M.A. Vinnufélagi Össurar fór á kostum á ættarmótinu, hneykslaðist MIKIÐ á Össuri fyrir að vera á bíl á ættarmóti, þó það væri vinna á mánudaginn. Síðan var hann að róa systur Jóhanns sem vildi komast heim. Hún: "He***** hann Jóhann, an***** ........ mig langar að komast heim og hann f******* hverfur bara og *frönsk blótsyrði*". Þá ætlaði vinnufélagi Össurar að róa hana.... Svona fór hann að:

"Sko, þegar strákur á Jóhann´s aldri, hittir stelpu eins og Kömmu þá hverfur hann einfaldlega! Ég skil hann alveg - SLAPPAÐU AF!".

Mér fannst þetta frekar tæp lína, álíka tæp og þegar Gunnar, pabbi Jóhanns minntist á það við mömmu að ég og Jóhann ættum nú bara að giftast. Ég veit að ég er Skagfirsk en fyrr má nú vera!

Ég þoli ekki orðatiltækið "þú ert vinur vina þinna" - mér finnst ekki þurfa að taka það fram að ég sé vinur vina minna, auðvitað er ég vinur vina minna, heldur fólk að ég sé óvinur vina minna? Í einstaka tilfellum er ég reyndar frænka vina minna - má það ekki?

Bítlarnir fá aðeins meiri séns núna þegar ég hef hlustað á þá í vinnunni, mér finnst gamla Bítlarnireruekkiásýru stuffið þeirra flott. Maður er alveg hættur að horfa á sjónvarp, ég tók eftir því á föstudegi að sjónvarpið hefði ekki verið í sambandi síðan á mánudaginn! Nú verð ég að hætta, sólin skín og ég hangi í tölvunni! Rugl. Bæbæ.




Thursday, July 08, 2004

If you love something, set it free - if it comes back to you it´s yours; if it doesn´t - it never really was!



Alltaf gaman að "lifelessons" frá mömmu, nemar þegar þær koma í runum og maður situr undir klukkutímalöngum runum um ekki neitt. En lífið er yndislegt og mamma dýrkar mánudaga og tannlækna, hún er ekki "go with the flow" týpan.
Metallica voru án efa sveittustu tónleikar sem ég hef farið á. Þið vitið öll hve sveittir þeir voru - það rigndi inni, það rigndi SVITA. Auk þess ofþornaði hálft A svæðið. Oj bara.
En vá. Vá! Þvílík stemning, þvílíkir tónleikar! Þetta var frábært! Ég steig á trommukjuða. Ég hefði náð honum ef gaurarnir við hliðina á mér hefðu ekki tekið í sitt hvorn enda og hent mér upp í loftið. Þeir fóru síðan í slag og ég lét mig hverfa. Ég var örlítið skelkuð en ekkert miðað við þegar það leið yfir gaurinn fyrir framan mig og ég greip hann. Úff, þungur gaur. Ég náði líka gítarnögl sem ég gaf Jóa. Hann var ánægður :) Gæslan á þessum tónleikum var dularfull, Svanhvít Sif fékk ekki að fara inn með armband því það var "vopn" en pabbi rölti inn með vasahníf. Gutti heldur að þeir hafi tekið af honum vasahnífinn en hann einfaldlega horft á þá þangað til þeir skiluðu honum!
Langt síðan ég hef skrifað um Jóa, ég komst að því að ég er með Jóa magnet því ég fann hann á Deep Purple og á Metallica! Það verður að teljast ansi gott. Í stuttu máli sagt þá voru þetta ÆÐISLEGIR tónleikar og þeir sem héldu að þeir yrðu slappir ættu bara að fara heim til sín að hugsa.
"Þið Jói munið enda saman" - þetta er setning sem ég hef heyrt of oft. Mamma, vinir hennar, frændsystkini... ok ok, whatever! En þegar kærastinn manns (afsakið - fyrrverandi kærasti*) segir þetta þá verður maður hræddur.
Edda fékk vinnu! Ég samdi atvinnuumsókn fyrir hana og hún fékk vinnuna strax. Ég er svo ánægð fyrir hennar hönd og montin fyrir mína... hún hefði reyndar fengið vinnuna hvort eð er því hún hentar svo vel í starfið.
Þið getið fundið hana í vetur á IÐU - sem er í TopShop húsinu.
Placebo voru geðveikir. :) Ég er náttúrulega búin að hlusta óendanlega mikið á þá undanfarið og ég komst alveg alveg ALVEG fremst! Ég og Begga vorum í góðum fíling!
Vó vó vó ég var næstum því búin að gleyma því að ég fékk fjölskyldu í Hong Kong! :) "Kamma Ho" hljómar vel. Grímur kom samt með bestu hugmyndina að því hvað ég ætti að vera kölluð héðan í frá: Kamma Ho-rdarason. Fólkið sem ég mun búa hjá eru arkítekt og innanhúshönnuður, eiga 3ja ára stelpu og 5 ára strák og öll fjölskyldan er ótrúlega sæt. Hlakka þvílíkt mikið til og mér líst ótrúlega vel á þau!
Framundan er kirkjugarðapartí, kveðjupartí JóaB/afmælisveisla Hödda og svo fara foreldrarnir til Vopnafjarðar! :)

Sunday, July 04, 2004

Ég næ ekki andanum.



Stærstu tónleikar í sögu Íslands eru framundan.
Metallica, 18.000 manns!
Þetta verður brjálæði.
:)