Tuesday, October 17, 2017

Gæti verið verra

Hvað þrá allar konur á öðrum degi blæðinga?
Barnasundnámskeið.

Stulli er í útlöndum þ.a. ég komst ekki undan.
Ég fór með Hrafni í gegn og hann var með smá niðurgang.

Perfect.

Allan sundtímann var ég smá stressuð að það yrði "slys" en á sama tíma dáðist ég að þessum fallegu, duglegu, sterku og skemmtilegu börnum mínum.

Svo fór ég í sturtu og reyndi að passa að enginn tæki eftir því að Rósa frænka væri í heimsókn.
Ég horfði í kringum mig á allar þessar konur, og skildi að ég ætti ekki að vera vandræðaleg, þær hefðu nú lent í öðru eins. M.a.s. allar mæður. Séð margt ógeðslegra.
Samt fannst mér þetta áfram sjúklega vandræðalegt.

Pabbi keyrði okkur heim og ég skellti pylsum í pottinn.
Ég hef aldrei eldað pylsur heima áður svo ég muni.
Vá hvað það er auðvelt.
Fengu allir mat á innan við 10 mínútum og Hrafn vann Hver er skítugastur? keppnina.
Hann borðaði líka tvær og hálfa pylsu og eitt pylsubrauð og drakk tvo pela, smá svangur eftir sundið.



Nágrannar mínir kíktu við til að mæla fataskápinn sem eg vil losna við.

Ég held og vona að það hafi aldrei verið svona mikið drasl heima hjá mér áður þ.a. þetta var líka vandræðalegt. Það sást að vísu í gólfið hér og þar en það gerði það eiginlega verra.
Eyrún notaði tækifærið til að fylla eitt pylsubrauð af tómatsósu og remúlaði og hljóp svo til okkar þ.a. það slettist út um alla íbúð, á gólf, skápa og veggi.
Akkúrat það sem vantaði!
En þeim var nákvæmlega sama og ætla að taka skápinn sem er æðislegt. Ég er búin að panta flamingo veggpappír fyrir svæðið.

Eftir mat hjálpuðu börnin mér að taka allt dót upp af gólfinu, Eyrún var ótrúlega hjálpsöm og við spiluðum Pál Óskar a meðan við tókum til. Nú er agætlega fínt og börnin fá koju á morgun.

No comments: