Friday, May 02, 2008

Ísland

Ég er komin heim!

Komin með vinnur, byrjuð að hitta vinina og í gær sá ég norðurljósin. Ísland er brjálæðislega fallegur staður. Ég varð að hætta göngu minni og stóð opinmynnt starandi upp í himinninn. Stundum skilur maður hvers vegna fólk dreymir um að koma til Íslands alla ævi og talar um norðurljósin eins og töfra. Sérstaklega þegar þau dansa og skipta um lit, fara úr fjólubláu yfir í grænt og hvítt á milli... þessu er ekki hægt að lýsa en vá. Vá vá vá hvað það er brjálæðislega fallegt hérna.

No comments: