Shanghai var svolítið eins og undirbúningsferð undir heimkomu!
Þar er kalt, borgin er evrópsk (reyndar mun "evrópskari" heldur en Reykjavík með sínum gömlu frönsku húsum og bresku trjám), flestallir sem ég hitti voru Íslendingar, ég fór í matarboð og út að borða og djammaði og skoðaðli listasöfn og djammaði og gisti hjá frænku minni og við djömmuðum líka. Yndisleg borg, hefur mikla "feeling to it" eins og við Íslendingar segjum oft á tíðum.
Þetta var æðislegt. Verð að fara aftur til að skoða alla túristastaðina en ég fílaði Shanghai mjög vel. Fann líka mun á að kunna smá í kínversku enda reyndi leigubílastjórinn að svindla á mér og henti mér út á bandvitlausum stað þ.a. ég varð að spyrja til vegar og svona. Það tókst! Ég er m.a.s. komin aftur til Hong Kong, ætla að hitta Philip og Grace á morgun, við eigum lunchdate! Ætlum að ræða ferðalög síðustu viku, ég fór (eins og áður hefur komið fram) til Shanghai, Grace til Tælands og Philip til Þýskalands þ.a. nóg ættum við að geta blaðrað. Ég kem heim um helgina! Þessa helgi, næstkomandi sunnudag kem ég til Íslands aftur! Ég hlakka svo til! Ég trúi ekki að ég sé á heimleið, fatta það líklegast ekki fyrr en ég sit í stól, hringi í fyrirtæki og segi "Góðan daginn, Kamma heiti ég og hringi frá Hagstofu Íslands" á mánudaginn. Allavega, see you soon! Jólin eru að koma og ég kem til Íslands á sunnudaginn! :)
No comments:
Post a Comment