Wednesday, March 08, 2006

Hætt í ruglinu.

Óvænta uppákoma dagsins var yfirlýsing frönskukennarans (= Sigríður Anna) að ég væri góð í frönsku, með þeim bestu í hópnum. Ég hef alltaf lifað í þeirri trú að ég væri ömurleg í frönsku, nokkuð sem móðir mín hefur endurtekið nógu oft til að heilaþvo fíl og allir stílar sem ég hef reynt að skrifa sannað. Nú kalla ég mig frönskuséní (með frönskum hreim). Annað sem hefur drifið á daga mína er ekki svona merkilegt þar sem ekkert getur verið jafnmerkilegt og frönskukunnátta eða vankunnátta mín. Mótmæli gegn styttingu náms til stúdentsprófs voru frekar léleg en þó skemmtilegt touch að spila Another Brick In The Wall með Pink Floyd fyrir framan hóp af ungmennum sem mótmæltu fyrir utan Alþingishúsið. Eftir skóla var opin gettubeturæfing og mæting var vonum framar. Pizzur og fínerí. Fínt fólk og ágætisæfing. MH KEPPIR Í GETTU BETUR 16 MARS. Á FIMMTUDAGINN EFTIR VIKU. ALLIR AÐ MÆTA. Gutti (sem er einmitt í gettubeturliði skólans) á afmæli á laugardaginn, hann heldur upp á það á föstudaginn og tekur þetta aðeins of alvarlega fyrir minn smekk. Hann sagði t.d. við mig "Kamma, hættu að segja öllum að mæta í afmælið mitt í leðri... eða þér verður ekki boðið!".

Saturday, March 04, 2006

BALL ÁRSINS

Flash útvarpsstöðin hélt að eigin sögn Ball Ársins í gær. Ég vona svo innilega að þetta hafi ekki verið ball ársins því þetta var leiðinlegt ball. Ég hitti þó strák, Tómas að nafni, sem kom í veg fyrir að ég muni leita til sálfræðings vegna lélegrar sjálfsmyndar. Ég rakst oft á hann og alltaf hrópaði hann "Sæt!!!". Hann hélt að þetta væri nafnið mitt og vildi endilega halda samræðum okkar áfram "þú ert svo geðveikt sæt" - "ég er að vinna", "hvað heitir þú?" - "Kamma" - "Í alvöru? Mér finnst þú ekkert smá sæt" - "þú ert nú frekar fullur" - "Nei, ég er ekkert fullur Sæta, fæ ég koss?", síðan þegar ég sagði honum að ég myndi nú ekkert hringja í hann þegar ég væri búin að vinna því það væri ekki fyrr en klukkan 5 eða 6 þá vorkenndi hann mér rosalega, knúsaði mig og sagði mér að þrauka. Fyndinn gaur. Nóg af þeim þarna......... hitti Malla, Alexander og Dodda oftar en einu sinni en þeir voru sömu skoðunar og ég og yfirgáfu ball ársins til að fara í pool. Good call. Að lokum vil ég benda fólki á að Barbie er víst byggð á raunverulegu fólki en ég sá einmitt fullt af slíkum stúlkum í gær! Í kvöld verður matarboð, hlakka til!