Friday, February 18, 2005

Ekki godur dagur



I dag vaknadi eg og tattooid klaejadi. Mamma (og Lara), eg er viss um ad eg fai sykingu og foturinn verdur skorinn af. Thangad til bar eg bara kremid a sem eg atti ad setja ef thad klaejadi. . . eg gleymdi ad minnast a klukkan hvad eg vaknadi, klukkan 8:04 sem vaeri ekki ahugavert nema ad eg aetladi ad vakna klukkan 7 og fara ur husi klukkan 8 til ad vera a rettum tima, atti ad vera a matreidslunamskeidi klukkan korter yfir 9. Tralalala, eg drif mig bara, thahu leyfa mer eflaust ad taka thatt tho eg komi nokkrum minutum seint. Fer og tek KCR-lest. Eg tharf ad fara a endastodina og skipta sidan yfir i MTR-lest! Munid ad eg rata ekki neitt, eg er hrikaleg med thetta, alltaf thegar vid forum a nyjan stad er folk sett i ad bida eftir Kommu og fylgja henni alveg heim ad dyrum. Eg er ekki ratvis - thannig er thad einfaldlega. Eg komst aldrei ad endastodinni, ollum var hent ur lestinni a naestu stod fyrir framan endastodina. Stadur sem eg hef ALDREI komid a adur og hef att samtol vid Kinverja um hvers vegna nokkur myndi vilja fara ut a thessari stod!?!! Okkur datt ekkert i hug, thessi stadur er omurlegur og ekki nalaegur neinu sem nokkur taningur vill vera nalaegt. Allavega var mer hent ut ur lestinni tharna, thannig ad eg var algjorlega villt og sein. Tha vard eg stressud. Eg var fyrir threytt thvi eg svaf eingongu nokkra klukkutima. Stressud, threytt, villt og sein. Tha byrja vinir minir ad hringja "Kamma, hvar ertu? Hvenaer kemurdu?" .... "Eg hef ekki hugmynd og eg veit thad ekki." Traustvekjandi svar. Serstaklega fra mer. Eg leitadi og leitadi ad straeto og thegar eg var buin ad akveda ad taka bara EINHVERN straeto svo eg kaemist gegnum helvitis gongin (milli New Terrotories og Hong Kong Island) sa eg einn straeto keyra fram hja med nafn hverfisins sem eg vildi komast i skrifad a hann, thurfti thvi ad finna hvar sa straeto stoppadi (onnur gata) og ja, thad var vesen EN eg fann straetoinn. Tha er komid annad mal, thad er ekkert grin ad fara ut a vitlausum stad i Hong Kong. "Eg er umkringd rosalega haum husum og fullt af auglysingaskiltum, eg se Samsung auglysingaspjald" ... "Jaja... eg lika, hlytur ad vera sami stadurinn, right? He he he." Thar sem thessi straeto var ekki med thennan skemmtilega skja fremst sem segir hver naesta stoppistod er horfdi eg ut um gluggann og thegar eg sa skilti sem visadi til lestarstodvarinnar sem mig langadi upphaflega ad komast til tha for eg ut ur honum. (Sma uturdur: I straetoum i Hong Kong eru oft sjonvorp, sem hljomar skemmtilega ekki satt? Thessi sjonvorp syna ALLTAF auglysingar um hvernig konur sem eru 52 kilo geti ordid 45 kilo a einum manudi fyrir einungis 200.000 kronur.... hljomar thad nuna skemmtilega?).
Ja ok, thannig ad eg komst ad MTR stodinni, reyndar var eg ekkert svo sein, bara nokkrar minutur sidan thetta atti ad byrja thannig ad faestir maettir ("punctuality is much appreciated"). Tha tharf eg bara ad finna leidina fra MTR stodinni. Bara! Hahaha! Eg fer inn i lestarstodina og skoda kort af svaedinu, hringi i vinkonu mina og spyr um nafnid a gotunni. Hun segir bara "fardu ut um exit F" - "Nei, geturdu sagt mer hvad gatan HEITIR?" - "Sko, thu ferd ut um exit F og svo til haegri og ekki fara yfir fyrstu gotuna og fardu svo til vinstri thar til thu kemur ad...." - "Nei N-A-F-N gotunnar??????!!!?!?!?!" - "EXIT F".... Helvitis Thjodverjar!
Allavega aetla eg ad vera god a thvi og fara ut um exit F sem er mjog nalaegt mer. Fannst eg einhvern veginn hafa tekid lest thannig ad eg thyfti ad fara i gegnum svona hlid (sem tharf ad borga med Octopuskortinu, alltaf thegar madur tekur lest) og gerdi thad. Um leid og eg gekk i gegn fattadi eg ad eg er fifl. Nu komst eg ekki ut nema eg faeri nidur a "platform"id og upp hinum megin i lestarstodinni, thar sem exit A,B og C eru. Skemmtilegur uturdur sem eydir ca. 5 minutum af tima minum og 25 kronum. Komst loks aftur thar sem eg var adur og i thetta skipti fann eg Exit F. Nu fylgdi eg leidbeiningum vinkonu minnar en vid misskildum hvor adra og i lokin gafst hun upp a thessu og kom ad lestarstodinni og sotti mig. Tha voru 17 minutur lidnar fra thvi ad eg hringdi i hana til ad spurja um nafn stadarins. Nu var eg ordin fashionably way too late og for ad laera ad elda 2 typiska, kinverska retti. Thid vitid flest ad eg get eldad. I dag gat eg ekki eldad. GUD MINN GODUR, Dominic - the mince meat master - eldadi betur en eg! Eg var svo threytt og ringlud og gerdi allt, allt, ALLT vitlaust. "Ups gleymdi eg ad marenera thetta?", "Ae stod vinegar en ekki hrisgrjonavin?" - "atti kjuklingurinn ad vera i 7 bitum en ekki 30?" - "gleymdist soya sosan med hrisgrjonunum, sem gaf allt bragdid?" - "brenndi eg allt?"... o.s.frv.
Semsagt "nammi"godur matur, namminamm! Nu sit eg a Pacific Coffee og skrifa thetta, vinir minir eru herna nalaegt ad spjalla saman en Gud veit hvad gerist thegar eg sest hja theim og byrja ad tala. Venjulega gengur mer mjog vel ad tala en venjulega get eg lika eldad.
Gaerdagurinn var betri, vid forum nokkur og fengum okkur tattoo, mitt er 冰 ("bing"), ICE, rett fyrir ofan okkla. Vinur minn, Jimmy, stakk upp a thessu; Ice - eins og Island, a kinversku - eins og Hong Kong; aukamerkingar eru svalt og gafur. Eg er mjog satt vid thetta, forum sidan og fengum okkur italskan mat. Fyrsta skipti sidan eg kom til Hong Kong sem eg drekk vin med mat, gott vin - pinot grigio. Finasti matur en frekar mikid af honum! Forum svo til TST ad dast ad utsyninu og ja, dast ad utsyninu. Skemmtum okkur mjog vel (ad dast ad utsyninu) og thad voru morg ometanleg skot. Besta skot a mig var virkilega "ouch" thannig ad thad er best ad eg deili thvi med ykkur. "Jimmy, you're here? I didn't see you!" - "Ahh, you didn't see me because Kamma was standing in front of me". . . Ef thu hlost ad thessu ertu ekki vinur minn.

No comments: