Friday, August 17, 2018

Bæklunarlæknir

Ég fór til bæklunarlæknis í gær sem skoðaði mig og komst að þeirri niðurstöðu að ég væri ekki laus í liðum og þyrfti ekki að fara í aðgerð á öxlinni (með fyrirvara um að mér ætti að batna alveg á 3-6 mánuðun og staðan verður tekin aftur ef ég dett alveg úr lið aftur eða held áfram að detta smá úr lið daglega).

Hann sagði að brotið væri ekkert áhyggjuefni og ég mætti sjálf setja öxlina aftur í lið með tilheyrandi brökum svo lengi sem ég dytti ekki á hana.

Svo benti hann mér á að drífa mig strax í sjúkraþjálfun. Ég pantaði tíma 22. ágúst sem er sama dag og skólasetning Eyrúnar. Ég trúi varla að hún sé að byrja í skóla, bráðum förum við í foreldraviðtal og kynnumst kennaranum hennar.

Ég ákvað að labba heim þegar ég missti af strætó í gær, dásamlegt veður, sól og blíða. Mikið er Elliðaárdalurinn yndislegur, sá tvo fossa, kanínur, gæsir, endur og kríur á leiðinni.






Friday, July 13, 2018

Meiddi mig

Nú hef ég vanist brjósklosinu.
Það var rétt hjá Guðnýju sjúkraþjálfara að það tæki ca. hálft ár að lagast.

Ég ákvað undir lokin að hætta að taka verkjalyf því ég var alltaf þreytt og fúnkeraði varla. Skoðaði þá aukaverkanirnar og öll lyfin ollu þreytu sem aukaverkun.

Mér er ennþá illt, mér líður eins og einhver haldi kveikjara að mjóbakinu öllum stundum, með misháa stillingu hverju sinni. Þeim sársauka hef ég þó vanist og hann hefur ekki áhrif á daglegt líf lengur (nema ég get hvorki vaskað upp né skúrað en ég græt það ekki).

Ég bað um tilvísun til sálfræðings því mér fannst ég orðin þunglynd. Hún sagði mér að skipta um vinnu og var ánægð að það væri komið í ferli. Þá fékk ég sertral lyf, kláraði einn pakka og líður nú eins og ég sjálf aftur. Fékk líka frábæra vinnu sem ég er sátt við.

Fyrir rúmri viku hljóp ég á eftir strætó og datt framfyrir mig. Þá fór ég ur axlarlið og bað Eddu um að koma og hjálpa mér á slysó. Ég sendi strætó burt og afþakkaði sjúkrabíl. Svo sat ég úti og hneykslaðist á fólkinu sem labbaði framhjá án þess að heilsa og þeim sem hægðu á bílunum, störðu á mig og keyrðu svo burt. Samt afþakkaði ég alla hjálp þeirra sem vildu veita hana.

Einn misþroska maður lét samt ekki segjast, "við getum ekki bara látið þif sitja hér í allan dag. Þú ættir að hringja í sjúkrabíl". Honum fannst þetta augljóslega eina vitið og beið með mér eftir Eddu. Ég var honum þakklát þó mér fyndisy vandræðalegt að siitja hjálparvana og hálfgrátandi úr sársauka á gangstéttinni að halda uppi samræðum.

Hann sagði mér sögu um þegar hann datt sjálfur í holu þartil Edda kom.

Þá föttuðum við hve mikil bjartsýni það var hjá mér að ég kæmist í bílinn hennar Eddu. Við áttum ekki séns á að koma mér á fætur þ.a. Edda hringdi a sjúkrabíl. Hún lýsti mér sem konu sem ég vildi mótmæla en ég hafði ekki orku til þess og er víst 31s árs.

Maðurinn kvaddi þegar hann hafði staðfest hvaða leið sjúkrabíllinn keyrði til okkar.

Þau hjálpuðu mér að komast í börur og skutluðu mér á Slysó, þau voru yndisleg og róleg, höfðu þægilega nærveru og kunnu vel til verka. Konan hrósaði mér fyrir að vera dugleg að anda í gegnum sársaukann. 

Hjúkrunarfræðingurinn sem tók við mér var sömuleiðis yndisleg sem og allir sem sinntu mér þarna.

Læknirinn var frábær, algjörlega framúrskarandi. Ég fékk semsagt mjög góða þjónustu. Fór tvisvar í röntgen. Eftir ca. tvo tíma kom í ljós að ég væri "ekki í neinum lið" og ég fékk loks verkjalyf (um svipað leyti og ég hélt það myndi líða yfir mig). Svo var eg sett í lið.

Edda var allan tímann hjá mér og yndisleg. Á mánudaginn fór ég síðan í sneiðmyndatöku og í dag komst ég að því að ég væri brotin.

Sprunga efst í beininu og í því sem það fer inn í og vökvi inn á lið ef ég skil þetta rétt. Læknirimn sagði að ég væri laus í liðum og "eðlilegt frávik".

Næsta skref verður að hitta bæklunarlækni, vonandi í næstu viku. Svo þarf ég líka að fara í sjúkraþjálfun. Er voða fegin að vera byrjuð í sumarfríi núna.