Vá hvað ég kunni ekki að meta Alice Cooper almennilega fyrr en ég kom til Kína.
Af mér er allt gott að frétta, aukatímarnir með nemendum mínum eru skondnir, nokkrir nemendur urðu eftir til að spjalla við mig og ég lánaði einum þeirra dvdið Get Rich or Die Trying með frægum rappara í... væntanlega nóg af blótsyrðum, morðum og kynlífi til að hvetja hann til að læra ensku. Auk þess sem það er áreiðanlega bannað að vera með dvd myndir á sér í þessum skóla en enginn hefur sagt mér það þannig að ég veit það bara ekki. Í dag töluðu yfirmennirnir okkar við skólayfirvöldin og sögðu okkur stöðuna, mér var sagt að tímarnir mínir væru skemmtilegir og áhugaverðir og ég ætti að halda áfram á sömu braut. Dominic fékk þau skilaboð að hann væri mjög góður kennari en heilsaði aldrei skólastjóranum sínum og sá er víst mjög, mjög, mjög móðgaður og reiður. Sem er fyndið vegna þess að Dominic hefur ekki hugmynd um hver skólastjórinn sinn er.
Hinsvegar er Dom kominn með kærasta sem við kynntumst í Xi´an. Hann heitir Anderson og er gullfallegur og mjög skemmtilegur, foreldrar hans koma frá Tæwan en hann er alinn upp í Ástralíu og er að ferðast um Kína, í augnablikinu er hann í heimsókn hjá okkur.
Elsku Lára mín, ég er ekki á heimleið á næstunni, ég er eiginlega búin að ákveða að flytja aftur til Hong Kong í eitt ár eftir Kína og vinna og safna mér inn pening fyrir háskólanámi á meðan ég ákveð hvaða háskólanám ég virkilega vil.
Við fengum frí í síðustu viku sökum þess að nemendur okkar þurftu að fara í próf. Fórum til Xi´an, Xi´an er borg sem fjölskylda Steina sagði að ég yrði að fara til og ég vil endilega koma þessum skilaboðum áfram, þið verðið að fara þangað! Mér finnst að allir ættu að reyna að fara til Xi´an einu sinni um ævina.
Þar eru múslimar með matarstræti, þetta var höfuðborg Kína í gegnum mörg dynasty og er virkilega hrein og falleg borg, fólkið er líka fallegt, það er jafnframt kurteist og vinalegt, skemmtilegur andi yfir borginni og maður fyllist vellíðan. Þar var búddísmi þýddur yfir á kínversku (eða í hofi rétt hjá). Ótrúlega frábær borg.
Ég er að lesa War and Peace í augnablikinu, ég finn hvernig greindarvísitalan mín hækkar! Vonandi gengur ykkur vel í stúdentsprófunum elsku vinir.