Um helgina fór ég til Steina og tók með mér allar námsbækurnar, ég ætlaði að nýta helgina rosalega vel fyrst ég mátti ekki fara útúr húsi (var hálfslöpp). Ég tók með mér allar bækurnar en notaði ekki eina einustu. Við gláðtum hinsvegar á DVD og ég sá mjög langdregna mynd um tælenskan kickboxara sem barðist til að geta orðið kona, góð tímanýting. Reyndar komu Gunni og Danni til mín á föstudaginn og við horfðum á South Park og Family Guy, sem var gott chill.
Í gær komst ég loksins aftur á æfingu en ég er ásamt JóaB, Mörtu, Gauja og Karítas að æfa Science Fighting Brennslu en strákarnir eru í þessu til að komast í form fyrir science fighting sem er skuggalega ofbeldisfull íþrótt að mínu mati. Ótrúlega gaman samt.
Bráðum kemur vetrarfrí MH, gamlir Álftmýringar ætla að flykkjast í sumarbústað, margir sem ég þekki ætla til Parísar, Danmerkur eða Amsterdam, kennararnir ætla í djammferð/skólakynningarferð til Barcelona og ég ætla í Vindáshlíð.
Sjálfboðaliðanámskeið AFS, Arnór og Gulli koma með þannig að ég býst við því að það verði gaman... vona það a.m.k.